Vinir Kidda Jens með jólamarkað í Æðarodda

Í dag fer fram jólamarkaður í félagsheimili hestamannafélagsins Dreyra við Æðarodda.

Það eru vinir Kidda Jens sem standa að þessum markaði. Á fésbókarsíðu markaðarins, sem er hér, má sjá hversu fjölbreytt úrvalið verður á markaðnum sem hefst kl. 12 og stendur til kl. 17.

Við hvetjum þá sem hafa tök á að renna upp í Æðarodda og taka þátt í góðu verkefni fyrir góðan málstað.

screen-shot-2016-11-19-at-10-42-58-am