Ný sjónvarpsstöð á Akranesi – ÍA TV

Ný sjónvarpsstöð hefur verið sett á laggirnar á Akranesi. Það er Íþróttabandalag Akraness sem stendur að þessu verkefni í samráði við aðildarfélög ÍA. Útbúnaður til netsjónvarpsútsendinga hefur verið keyptur og er markmiðið að sem flest aðildarfélög ÍA komi að þessu verkefnið sem unnið er í sjálfboðavinnu.

Fésbókarsíða ÍA TV:

YouTube rásin ÍA TV: 

„ÍA TV var stofnað af Íþróttabandalagi Akraness til þess að senda út beint á netinu viðburði á vegum aðildarfélaganna. Nú þegar hefur verið sent út frá þónokkrum körfuboltaleikjum og einu fimleikamóti. Við vonumst til að á næstu misserum muni fleiri félög nýta sér þessa þjónustu,“ segir Örn Arnarson formaður Körfuknattleiksfélags Akraness sem er einn af frumkvöðlunum í þessu verkefni.

Um 12 tíma útsending var frá haustmóti FSÍ í íþróttahúsinu við Vesturgötu s.l. laugardaginn og fylgdust mörg hundruð manns með útsendingunni víðsvegar um landið. Samkvæmt mælingum á Youtube fóru um 1800 inn á þessa útsendingu og horfðu eitthvað á mótið – en það gæti verið að einhverjir hafi komið inn mörgum sinnum. Um 80 voru þegar mest var í einu að horfa og samtals hafa áhorfendur á ÍA TV horft á fimleikaútsendinguna í 410 klst.

Í gær var síðan sýnt frá leik ÍA og FSu í 1. deild karla í körfuknattleik.

Það stendur til að auka þjónustuna á ÍA TV og bæta m.a. við hljóðrásum í útsendinguna en nánar verður greint frá þeim málum síðar.

ÍA TV er frábær viðbót við fjölmiðlaflóruna á Akranesi og gríðarlega góð þjónusta við Skagamenn nær og fjær – sem komast ekki á íþróttaviðburðina.

screen-shot-2016-11-20-at-7-14-04-pm