Útvarp Akraness er ómissandi hluti af menningarlífi Skagamanna en Sundfélag Akraness stendur að verkefninu líkt og áður. Á undanförnum dögum hafa sjálfboðaliðar úr félaginu unnið hörðum höndum að hnýta lausa enda og þar á meðal er flokkun auglýsinga.
Tekjurnar sem Sundfélagið fær með þessu verkefni eru félaginu gríðarlega mikilvægar og hafa fyrirtæki og einstaklingar á Akranesi stutt vel við bakið á Útvarpi Akraness í tæplega þrjá áratugi.

Útsendingin hefst kl. 13 föstudaginn 25. nóvember og verða höfuðstöðvarnar í hjarta Akraness í gamla Landsbankahúsinu. Útsendingin stendur fram til kl. 16 sunnudaginn 27. nóvember. Útsendingin verður á FM tíðninni 95,0 og verður einnig hægt að ná útsendingunni á netinu og verður nánar greint frá því þegar það liggur fyrir.
Dagskrá Útvarps Akraness er hér fyrir neðan og nánari upplýsingar á fésbókarsíðu Útvarps Akraness.


