Um 20 klifrarar frá Akranesi settu þátttökumet

Annað mót klifurmót vetrarins var haldið í Klifurhúsinu í Reykjavík um s.l. helgi. Fjölmargir ungir klifrarar mættu til þátttöku og áætlað var að um 90 klifrarar hafi tekið þátt. Nálægt 20 klifrarar frá ÍA á aldrinum 6-16 ára mættu til leiks en öflugt klifursamfélag er á Akranesi eins og sjá má í þessari frétt á skagafrettir.is

Í tilkynningu frá Klifurfélagi Akraness segir Þórður Sævarsson að það hafi verið virkilega gaman að sjá mörg ÍA merki í húsinu.

Virkilega gaman að sjá mörg ÍA merki í húsinu

„Krakkarnir stóðu sig mjög vel og tókust á við erfiðar leiðir af áhuga og krafti. Í unglingaflokki kepptu þær Brimrún Eir og Ástrós Elísabet. Brimrún Eir landaði öðru sæti á mótinu en Ástrós Elísabet hafnaði í því fjórða. Eftir tvo mót er Brimrún Eir í öðru sæti í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn og því spennandi seinni helmingur mótaraðarinnar framundan á næsta ári,“ sagði Þórður.

Næsta verkefni Klifurfélags Akraness verður Íslandsmeistaramót unglinga í línuklifri verður haldið í Björkinni í Hafnarfirði 2. desember. Þar mun ÍA senda sínar stelpur til þátttöku í fyrsta skipti á slíkt mót.

„Það eru því stífar æfingar framundan fyrir þær og óskum við þeim góðs gengis,“ bætir Þórður við.

Frá klifurmótinu í Reykjavík þar sem metþátttaka var og um 20 Skagamenn tóku þátt. Mynd/KLIF-A
Frá klifurmótinu í Reykjavík þar sem metþátttaka var og um 20 Skagamenn tóku þátt. Mynd/KLIF-A