Fyrir tæplega þremur vikum fór fjölskylduverkefnið skagafrettir.is í „loftið“.
Þar verða sagðar jákvæðar sögur af fólki sem tengist Akranesi og viðburðum sem eiga sér stað á Flórída-Skaganum. Þegar vefurinn var opnaður fengum við ótrúlega góð viðbrögð. Skagamenn nær og fjær voru þakklátir fyrir framtakið.
Það hefur svo sannarlega sýnt sig í framhaldinu að lesendur sækja í efnið sem birt er á skagafrettir.is.
Það eru til ýmsar aðferðir við að mæla vefumferð og á skagafrettir.is notum við tækni sem kallast Google Analytics. Og er eins og nafnið gefur til kynna þróað af risanum Google. Við hér á skagafrettir.is ætlum að birta aðsóknartölur sem mældar eru með Google Analytics af og til. Það er gert til þess að þið lesendur góðir getið áttað ykkur á hversu margir eru að lesa fréttirnar og einnig er þetta gert fyrir auglýsendur.
Á Íslandi eru tvö fyrirtæki sem taka saman veflista um aðsókn og þar eru vikulegar tölur birtar. Hægt er að skoða þá lista með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.
Á þessum listum er hægt að fá upplýsingar um aðsókn og hegðun lesenda á þeim vefjum sem mældir eru.
Modernus
Að aðalatriðinu:
Vikuna 21.-27. nóvember fékk skagafrettir.is 5.231 notendur inn á vefinn. Á 7 daga tímabili eru það um 800 notendur á dag. Flestir komu í heimsókn laugardaginn 26. nóvember eða rétt tæplega 2000 notendur. Við erum óendanlega þakklát fyrir viðtökurnar og þetta hvetur okkur til þess að halda áfram og gera enn betur.
Flestir komu í heimsókn 26.nóvember
eða rétt tæplega 2000 notendur
Mest lesna frétt vikunnar fékk tæplega 1700 heimsóknir.
Er fótboltakappinn Arnór Sig. tvífari Justin Bieber?
Nokkrar aðrar fréttir fóru yfir 1.000 heimsóknir.
Til samanburðar:
Miðað við mælingar Modernus vikuna 21.-27. nóvember þá eru ýmis þekktir héraðsfréttamiðlar með í þeirri mælingu.
12. sæti: Víkurfréttir (Suðurnes) 21.096 notendur. / 4.720 daglegir notendur.
14. sæti: BB (Vestfirðir) 15.433 notendur. / 3.648 daglegir notendur.
18. sæti: austurfrett.is (Austurland) 10.666 notendur. / 2.003 daglegir notendur.
22. sæti: skessuhorn.is (Vesturland) 8.642 notendur. / 1.977 daglegir notendur.
26. Feykir.is (Skagafjörður) 6.705 notendur. / 1.537 daglegir notendur.
skagafrettir.is (Akranes) 5.231 notendur / 800 daglegir notendur.
Við erum himinlifandi með viðtökurnar og takk fyrir okkur.
Ekki hika við að hafa samband með ábendingar um efni og einnig ef þið hafið áhuga á að koma ykkar fyrirtæki á framfæri með auglýsingum eða umfjöllun.
[email protected]
Sigurður Elvar Þórólfsson.