Brynjar Sigurðsson stundar að því virðist kennitöluflakk. „Binni“ er fæddur í maí árið 1971.
Íþróttakennarinn úr Brekkubæjarskóla er því 45 ára. Það sést ekki á kappanum sem gerir hluti sem margir geta ekki sem eru tugum ára yngri en Binni.
Hér í þessu myndbandi má sjá nýja aðferð við að troða boltanum í körfuna – en karfan er í 3.05 metra hæð en Binni fór létt með þetta. Vel gert og meira af þessu.