Átta Skagamenn í Fjallabræðrakórnum

Karlakórinn Fjallabræður hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir ýmsa hluti – og þá aðallega góða tónlist og kraftmikinn flutning. Í kórnum eru alls átta Skagamenn og koma sjö þeirra við sögu á nýrri plötu kórsins sem kemur út í þessari viku.

Viðtal við Sveinbjörn Hafsteinsson:

Svenna dreymir um gott „gigg“ í Bíóhöllinni.

Skagamennnirnir í Fjallabræðrum náðust saman á mynd við Abbey Road hljóðverið í London nýverið. Efri röð frá vinstri: Guðmundur Jón Hafsteinsson, Jóhann Hafsteinn Hafsteinsson en þeir eru bræður, Júlíus Björgvinsson. Neðri röð frá vinstri : Björn Þorri Viktorsson, Sigurður Arnar Jónsson, Sveinbjörn Hafsteinsson, Ólafur Páll Gunnarsson. Á myndina vantar Jónas Björgvinsson sem var ekki með í ferðinni en hann er yngri bróðir Júlíusar.