„Ljósasería fæst gefins fyrir þá sem vilja minnka jólastuðið“

Viktor Elvar Viktorsson treystir á mátt internetsins og samfélagsmiðla þar sem hann ætlar að gefa þessa ljósseríu gegn því að hún verði sótt. Viktor hefur átt í ástar – og haturssambandi við þessa seríu í rúman áratug en nú sér fyrir endann á því sambandi. „Þær hafa veitt mér ómælda vinnu við að skipta um perur í þeim og rænt mig jólandanum ítrekað í upphafi nánast hverrar aðventu frá því að þær voru keyptar.,“ skrifar Viktor Elvar á fésbókarsíðu sína. Ef þið hittið á Viktor Elvar þá megið þið gefa honum stórt knús, honum veitir greinilega ekkert af því.


Ljósaseríur (marglitar perur) fást gefins gegn því að verða sóttar. Seríurnar eru frá árinu 2005/6 c.a. og voru keyptar í Byko á Akranesi. Þær hafa veitt mér ómælda vinnu við að skipta um perur í þeim og rænt mig jólandanum ítrekað í upphafi nánast hverrar aðventu frá því að þær voru keyptar.

Þær eru iðulega dauðar þegar á að hengja þær upp þrátt fyrir að gengið hafi verið frá þeim með öllum perum heilum. Nær án undantekninga springa perurnar þannig að það slökknar á allri seríunni og þarf þá að ganga á seríuna og prófa hverja og einustu peru. Þetta gerist c.a. 4-5 sinnum fram að þrettánda. Er þetta virkilega góður kostur þegar þær hafa verið hengdar utaná þakkant t.d. eða á aðra óaðgenginlega staði.

Seríurnar eru 2 önnur er 80 pera (3v) og hin 60 (4v) pera. Það gerir það að verkum að það eru sitthvor tegundin af perum í þeim. Lagerin af perum í 60 peru seríuna hefur ekki verið mikill í Byko á ári hverju og veit ég hreinlega ekki hvort þeir selji þessar perur lengur þar sem þeir svöruðu ekki símanum þegar ég hringdi til að spyrjast fyrir um það.

Hentar vel fyrir þá sem þurfa að minnka jólastuðið og eftirvæntinguna, einnig fyrir þá sem lifa eftir mottóinu „sleppum ekki góðu brasi ef það býðst“. Líklega hentar þær þeim best sem eiga sambærilega seríu og vantar fleiri perur í þær seríur.