SkagaTV: Hamstur á flugi yfir Akranesi?

Það er fín hugmynd að fá sér kaffi – eða kakóbolla og renna yfir þetta myndband af Akranesi. Það er Mr. Hamstur sem tók þetta myndband og var það birt á Youtube þann 27. júlí á þessu ári. Sá dagur er reyndar mjög merkilegur ef rýnt er í bakland skagafretta.is en það er önnur saga. Við höfum ekki hugmynd um hver Mr. Hamstur er – en það skiptir engu máli. Þetta er fallegt sjónarhorn á Akranes og að sjálfsögðu er frábært veður eins og svo oft áður.
x