Nýr kafli var skrifaður í magnaða íþróttasögu Akraness um s.l. helgi. Þá kepptu fjórir klifrarar frá Klifurfélagi Akraness á Íslandsmeistarmótinu í línuklifri. Keppt var í þremur aldursflokkum og fór mótið fram í Björkinni í Hafnarfirði
Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að keppendur klifra allir tvær leiðir í brautinni og fjórir efstu komast í úrslit.
Í flokki 11-12 ára kepptu Hekla Kristleifsdóttir, Gyða Alexandersdóttir og Hjalti Rafn Kristjánsson, sem eru öll 11 ára, kepptu í flokki 11-12 ára. Þeim gekk vel á fyrstu leiðinni og toppuðu hana eins og sagt er á fagmáli klifrara. Þeim tókst ekki að ná á toppinn í annarri umferð en þau eru reynslunni ríkar og stóðu sig með prýði.
Frábær árangur hjá Brimrúnu sem var að keppa á sínum fyrsta Íslandsmóti
Brimrún Eir Óðinsdóttir keppti í unglingaflokki 13-15 ára. Hún komst næst hæst allra á fyrstu leiðinni en aðeins Gabríela Einarsdóttir úr Klifurdeild Bjarkanna, náði á toppinn. Spennan var mikil í keppninni og fór svo að lokum að Brimrún endaði í þriðja sæti. Frábær árangur hjá Brimrúnu sem var að keppa á sínum fyrsta Íslandsmóti.
Prýðilegur árangur hjá ÍA krökkunum á þessu fyrsta móti og óskum við þeim innilega til hamingju.“