„Var þakklát og fannst asnalegt að vera leið“

„Áður en Salka Sól valdi vissi ég ekkert við hverju ég átti að búast. Við vorum mjög líkar í þessu einvígi og við höfðum báðar fengið að heyra það. Það kom mér því ekkert á óvart að Alexandra var valinn því hún er svakalega góð söngkona,“ segir Jóna Alla Axelsdóttir í samtali við skagafrettir.is.

Það vakti mikla athygli hvernig Jóna Alla brást við mótlætinu þegar hún virtist vera úr leik í sjónvarpsþættinum The Voice Iceland s.l. föstudag. Jóna Alla lét óvænta uppákomu ekkert á sig fá og þakkaði fyrir sig eins og þaulreyndur listamaður fyrir framan fullan sal af áhorfendum.

Lesendur Skagafrétta fylgjast grannt með gangi mála hjá Jónu Öllu því fréttirnar af henni njóta vinsælda.

„Ég var búin að ákveða það í upptökunum að ég ætlaði að ganga ánægð út. Alveg sama hvernig færi. Þegar ég lenti í þessum aðstæðum þá kom ég sjálfri mér mikið á óvart. Ég bjóst við að vera leið og svekkt. En það gerðist ekki þótt ég hafi auðvitað viljað komast áfram. Það eina sem ég hugsaði var hversu mikið ég var búin að fá út úr þessu.

Ég ætlaði að ganga ánægð út

Upptökur, þjálfun í framkomu, söng, og sjálftraustið var mun meira en áður hjá mér. Ég var þakklát og fannst asnalegt að vera leið.“

Þegar Unnsteinn „stal“ mér þá brá mér svo mikið að ég var í sjokki. Ég trúði þessu varla og var bara í skýjunum yfir þessu. Ég fæ að vera með í þessari snilldarkeppni og fæ tækifæri til þess að þroskast,“ sagði Jóna Alla en hún á von á því að vera aftur á skjánum í janúar á næsta ári.

mix-capitalism-1