„Mjög gefandi að spila á stöðum eins og Höfða“

„Við reynum að skapa notalega jólastemningu fyrir gest, og tónleikarnir geta því verið ágætis athvarf fyrir þá sem vilja slaka á og njóta. Það er oft kakó á boðstólum og fleira til þess að krydda þessa stund enn betur,“ segir Birgir Þórisson kennari við Tónlistarskóla Akransess en á næstu dögum verður mikið um að vera hjá nemendum og kennurum á ýmsum viðburðum sem tengjast jólunum.

Í dag, 7. desember, fara fram tvennir tónleikar: Í Akranesvita kl:18:00 verða jólatónleikar og 19:30 verða söngtónleikar í anddyri Tónlistarskólans. Á miðvikudaginn, 8. desember, verða píanótónleikar í Tónbergi

Í dag, 7. desember, fara fram tvennir tónleikar:

„Slíkir viðburðir hafa mikla þýðingu fyrir nemendur að koma fram fyrir framan áhorfendur. Þetta er frábær æfing fyrir þau. Þetta er líka gefandi fyrir okkur öll og þá sérstaklega þega við spilum á stöðum eins og Höfða. Við reynum að vera með tónleika reglulega þar, það er mikilvægur þáttur í starfi skólans,“ sagði Birgir Þórisson.

Þetta er líka gefandi fyrir okkur öll og þá sérstaklega þega við spilum á stöðum eins og Höfða

  • Við hér á skagafrettir.is hvetjum alla Skagamenn til þess að njóta lífsins og það er nóg í boði eins og sjá má hér fyrir neðan.
  • 7. desember kl:18:00 Jólatónleikar í Akranesvita
  • 7. desember kl:19:30 Söngtónleikar í anddyri Tónlistarskólans
  • 8. desember kl:18:00 Píanótónleikar í Tónbergi

15288551_10154175651865875_7735073385163846626_o

mix-capitalism-1