Ágúst synti vel á Norðurlandamótinu

„Árangurinn var mjög góður og ég var að synda á mínum bestu tímum í flugsundunum og ég komst í úrslit í 50 m. og 100 m. Ég held síðan áfram að bæta mig í skriðsundinu og þar sem ég setti nýtt Akranesmet í 50 metra skriðsundi,“ segir Ágúst Júlíusson íþróttamaður Akraness 2015 en hann náði góðum árangri á Norðurlandameistaramótinu í sundi sem fram fór nýverið í Kolding í Danmörku.

Mótið er mjög sterkt en Ágúst var eini keppandinn frá ÍA á þessu móti en nokkrir Skagamenn voru þarna til viðbótar í ýmsum hlutverkum. Inga Elín Cryer var að keppa en hún syndir fyrir Sundfélagið Ægi, Bjarney Guðbjörnsdóttir var fararstjóri íslenska liðsins, Ragnheiður Runólfsdóttir var einn af þjálfurum liðsins.

Þar að auki var Eyleifur Ísak Jóhannesson á meðal áhorfenda og Sigurlín Þorbergsdóttir einnig, en þau eru bæði starfandi sem sundþjálfarar í Danmörku og Noregi.

Framundan eru miklar og erfiðar æfingar hjá Ágústi sem ætlar að ná góðum árangri á Íslandsmótinu í 50 metra laug sem fram fer í apríl á næsta ári.

Bjarney Guðbjörnsdóttir og Ágúst Júlíusson.
Bjarney Guðbjörnsdóttir og Ágúst Júlíusson.

520 auglýsingin