Skaginn kemur sterkur inn í Fast & Furious 8

Eins og allir muna eftir var heldur betur líf og fjör við tökurnar á stórmyndinni Fast & Furious 8 hér á Flórída-Skaganum í apríl á þessu ári. Nú hafa framleiðendur myndarinnar gefið út sýnishorn úr nýju myndinni sem frumsýnd verður þann 14. apríl á næsta ári.

Hafnargarðurinn við stóru bryggjuna kemur við sögu í þessari kynningu og við getum ekki betur séð en það sé á 2.18 mínútu í þessu myndbandi.

Á fjórða hundrað manns komu að framleiðslu myndarinnar hér á landi og kostnaðurinn var um 2,6 milljarðar kr.

Eins og áður segir verður myndin frumsýnd þann 14. apríl á næsta ári;

Þú getur byrjað að telja niður því frá og með 12. desember eru þetta:
10,627,200 sekúndur.
177,120 mínútur.
2952 klukkutímar.
123 dagar.
17 vikur og 4 dagar.

screen-shot-2016-12-12-at-9-16-52-pmÞað er alveg ljóst að hafnargarðurinn á Flórída-Skaganum hefur aldrei litið betur út eins og sjá má á þessari stillu.