Jólasveinn í Garðalundi – leit stendur yfir

Samkvæmt öruggum heimildum skagafrettir.is er jólasveinn í Garðalundi og stendur leit yfir hjá fagfólki á þessu sviði. Bæjarbúar á Akranesi eru beðnir um að taka þátt í leitinni föstudaginn 16. desember. Dagskráin er sniðin að þeim sem vita að jólasveinar eru til. Ferðin er ekki hættulaus og er því betra að hafa með sér vasaljós eða kyndil.

Brottför verður kl. 20.00 og fer leitin fram í Garðalundi í skógrækt Skagamanna. Markmiðið með leitinni er einfalt – finna gaurinn með hvíta skeggið í rauða búningnum.

Laugardaginn 17. desember verður síðan jólamarkaður sem enginn verður svikinn af. Matur og munir, ilmandi súkkulaði, tónlist, skoppandi álfar, skógardýr og jólasveinar. Markaðurinn verður opinn frá 13.00 – 17.00.