Bjarni Skúli Ketilsson, listmálari frá Akranesi, hefur á undanförnum árum gert vatnslitamyndir af húsum frá gamla heimabænum. BASKI eins og listamaðurinn kallar sig málaði þessa mynd út frá gamalli ljósmynd sem er að finna á ljósmyndasafni Akraness. BASKI birtir verk sín með reglulegu millibili á fésbókarsíðu sinni, og viðbrögðin eru ávallt mikil.
Rósa Kristmundsdóttir greinir frá því að húsið sem er lengst til vinstri á myndinni hér fyrir neðan sé Reynisstaður sem er í dag Vesturgata 37. Fremst í myndinni er Georgshús eða Værtshus, en það hús er ekki til staðar lengur. Á þeim stað er húsið við Vitateig 2 sem er á mynd hér fyrir neðan.
Vesturgata 37, Reynisstaður er glæsilegt og vel við haldið eins og sjá má á þessu google skjáskoti.
Það eru líflegar umræður um húsin hans BASKA og hér má sjá það sem Rósa Kristmundsdóttir hafði til málana að leggja.
Vitateigur 2 var byggt á þeim stað þar sem Georgshús eða Værtshus var áður, Vitateigur 2 er einnig glæsilegt hús og vel við haldið eins og sjá má.