Pistill: Ekki missa dampinn þó á reyni!

Sigurjón Ernir Sturluson mastersnemi í íþróttafræði
– úrdráttur úr pistli hans á fésbókinni:

 

Núna er kominn sá mánuður sem þykir oft ansi strembinn í æfingum og val á réttum matvælum.

Það er áskorun fyrir mig og alla aðra að vera í sem allra besta formi og falla ekki alveg í óhollustuna á næstu vikum. Mig langar til þess að gefa ykkur góð ráð til að halda ykkar rútínu í æfingum og hollu mataræði – því næstu vikur verða erfiðar hvað freistingarnar varðar.

Það má alveg leyfa sér yfir hátíðarnar, gætum bara hófs,

veljum meira af hollu og reynum að hreyfa okkur reglulega.

Æfingar:

Það er mjög einfalt að finna afsökun, sleppa því að fara á æfingu, það er skólinn, vinnan, og öll þau verk sem eru framundan fyrir jólin. Sannleikurinn er sá að þú gefur þér alltaf tíma í þa sem skiptir mestu máli. Þetta er spurning um rétta forgangsröðun og skipulag. Ég er ekki að segja að þið eigið að sleppa kvöldmatnum eða mæta of seint í vinnu til að ná æfingunni. Það frábæra við hreyfingu og æfingar er að það þarf ekki alltaf að eyða miklum tíma í þær og líkamsræktarstöð er ekki eini staðurinn þar sem hægt er að hreyfa sig.

blattjola310x400Dæmi: Skelltu þér í 20.-40. mín hlaup og taktu smá interval þjálfun með á þeim tíma. Þrekhringur heima á stofugólfinu, komið við í ræktinni fyrir vinnu eða áður en þið farið að kaupa jólagjafirnar. Það er ALLTAF hægt að finna tíma til að taka á því og fá smá útrás.
Dæmi um heimaæfingu, æfingarnar eru sýndar í myndbandinu hér fyrir neðan:

Upphitun: 
3 x (10 hælar í rass, 10 háar fótalyftur og 10 jumping jacks = hoppa sundur og saman með fætur og hendur).

20 mínútna heimagleði

Næst er unnið í 20 mín. og fjöldi endurtekninga er alltaf aukinn.

Fyrirkomulag: 1x2x3x4x5….upp í 20 mín.
1. Armbeygja.
.
2. Dýfur (milli tveggja stóla).
3. Uppstig á stól.
4. Hnébeygjur (halda í stól til að ná betri dýpt).
5. Fótalyftur (liggja á bakinu, skorða hendur undir rass og lyfta fótum upp og niður).

Fyrst takiði eftirfarandi fjölda, svo 2 armbeygjur, 4 dýfur, 6/6 uppstig… og í 3 umferð 3 armbeygjur, 6 dýfur o.s.frv.

Mataræðið:
Núna byrja hvert jólaboðið á fætur öðru og er hollustu gildið þar ekki alltaf það besta. Það þarf þó ekki að sleppa boðunum góðu og koma með nesti með sér! Það að má vissulega gæta hófs og reyna frekar að vilja sykurminni kræsingar, fá sér vatnsglas í stað jóla öls.

Smákökurnar og heita kakóið er mikilvægur partur af jólunum

Sjálfur fæ ég mér alltaf eithvað af kræsingunum og mæli ég alls ekki með að sneiða alveg frá öllu þar sem smákökurnar og heita kakóið er mikilvægur partur af jólunum hjá flestum landsmönnum. Gætiði bara hófs og ekki er verra að taka vel á því fyrir kræsingarnar.

Það má alveg leyfa sér yfir hátíðarnar, gætum bara hófs, veljum meira af hollu og reynum að hreyfa okkur reglulega.

Sigurjón Ernir Sturluson

skagafrettirsvart520x520