Þægir Skagamenn fengu góða kveðju

Eins og áður hefur verið greint frá eru jólasveinar á ferð á Akranesi þessa dagana. Í nótt fengu fjögur hundruð þægir Skagamenn jólakúlu á bílinn sinn í nótt. Við hér á skagafrettir.is þurfum greinilega að bæta okkur í hegðuninni. Lofum að vera þæg og góð næstu daga.

Minnum Skagamenn á að á föstudaginn fer fram formleg leit að jólasveininum í Garðalundi. Dagskráin er sniðin að þeim sem vita að jólasveinar eru til. Ferðin er ekki hættulaus og er því betra að hafa með sér vasaljós eða kyndil.

Brottför verður kl. 20.00 og fer leitin fram í Garðalundi í skógrækt Skagamanna.