Kaffistofukeppnin í Grundó var geggjuð

Það var mikið fjör og skemmtileg stemmning í Grundaskóla í dag þar sem árleg kaffistofu keppni fór fram. Þar taka nemendur og starfsfólk þátt í því að skreyta sitt svæði og þar er víða komið við sögu. Allskonar þemu, ljós, söngur, flottar skreytingar og mikið lagt í þetta eins og sjá má í þessu myndbandi sem er að finna á Youtube

Hér má sjá svipmyndir frá árlegri kaffistofukeppni sem fram fer í Grundaskóla á Akranesi. Allir nemendur skólans taka þátt í því með starfsfólki skólans að skreyta sitt svæði þar sem ýmis þemu hafa skotið upp kollinum. Eins og sjá má var mikið um dýrðir í Grundaskóla þann 16. desember 2016.