„Maður tekur ákvörðun að fara í rekstur hér á Akranesi af því hér vill maður búa og starfa. Maður vill helst vera er þar sem hjarta manns slær. Það var alltaf einhver þörf til staðar að koma einhverju á fót hér á Skaganum – og það má segja að við höfum fundið það hér í Omnis,“ segir Ingþór Bergmann Þórhallsson eigandi verslunarinnar Omnis í viðtali við skagafrettir.is.
Ingþór og Jóhanna Sigurvinsdóttir keyptu verslunina og hófu rekstur í mars í fyrra. Ingþór hafði nokkra reynslu af verslunarrekstri en hann sá um rekstur á N1 Verslun Akranesi í nokkur misseri. Hann var því vel í stakk búinn þegar tækifæri gafst á að kaupa Omnis.
„Ég hafði lengi leitt hugann að því að fara í einhverskonar sjálfstæðan rekstur. Þar voru allskonar hugmyndir sem höfðu komið til greina og égrætt við vini og kunningja. Ég starfaði sem pípulagningamaður í rúman áratug og það kom alveg eins til greina að hella sér í það aftur. Það blundaði samt ekki í mér eða okkur að fara í sjálfstæðan verslunarrekstur. Þegar þetta tækifærið kom og við hjónin höfðum rýnt nokkuð vel í þær aðstæður sem lágu fyrir sáum við góð tækifæri í þessum rekstri. Metnaður var til staðar að gera betur og okkur langaði að gera þetta.“
Ingþór segir að margt hafi komið sér á óvart á fyrstu mánuðunum hjá Omnis Verslun og þá sérstaklega hversu skemmtilegt starfið sé.
„Við erum þrjú sem vinna hérna í Omnis Verslun. Auk mín eru þau Ragnar Fjalar Þrastarson, og Alma Auðunsdóttir. Jóhanna kemur svo reglulega og sinnir vissum þáttum í rekstrinum. Við erum með útibú fyrir viðskiptavini Tryggngamiðstöðvarinnar, sem Alma sinnir og hef ég einnig verið að sinna þeim verkefnum.
Við erum afar þakklát hvað okkur er vel tekið
Ragnar sér að mestu um verslunina sjálfa og ég er þá meira í sölu til fyrirtækja og stofnanna auk þessa daglega reksturs. Hér er mjög góður andi og við reynum að hafa sem mest gaman að þessu.
Við erum afar þakklát hvað okkur er vel tekið. Viðmótið sem við höfum fengið frá viðskiptavinum Omnis Verslunar er líka það sem hvetur okkur áfram.
Það sem kom mér mest á óvart er hve fjölbreyttur hópur er að nýta sér vörur og þjónustuna hjá okkur. Það hefur líka komið okkur á óvart hversu krefjandi það er í raun og veru að reka svona fyrirtæki. Langir vinnudagar og allskonar reddingar fylgja þessu en mér finnst það í flestum tilfellum bara skemmtilegt. Þanng að allir dagar í Omnis Verslun eru skemmtilegir.“
Það sem kom mér mest á óvart er hve fjölbreyttur hópur er að nýta sér vörur og þjónustuna hjá okkur.
„Það sem hvetur okkur mest áfram er að upplifa ánægju hjá viðskiptavinum okkar. Að geta glatt og komið fólki á óvart. Það er alltaf gaman þegar við getum leyst vanda fólks með einföldum hætti. Einföldustu gleðja ofatast mest.Við erum engir sérfræðingar en reynslan og þekkingin er til staðar á mörgum sviðum. Á hverjum degi erum við að læra eitthvað nýtt og fólk kann virkilega að meta það þegar það fær lausn á einhverju vandamáli sem sem þarfnaðist úrlausnar.
Viðtalið heldur áfram hér fyrir neðan:
Omnis hefur frá upphafi verið skilgreind sem tölvuverslun en hefur á undanförnum árum breikkað vöruúrvalið mikið.
„Við erum samt ennþástærstir í tölvum og vörum á því sviði hér á Akranesi – en vöruúrvalið er orðið mun almennara en áður. Samstarf Omnis við Ormsson hófststuttu áður en við tókum við og hefur það eflst til muna. Við sáum mikil tækifæri í því. Raftæki og búsáhöld eru því stór hluti af okkar vörulínu.“
Hljóðfæri af ýmsum stærðum og gerðum eru einnig áberandi í Omnis og kemur það ekki á óvart þar sem Ingþór hefur í gegnum tíðina haft mikinn áhuga á tónlist og hljóðfærum. Við óskuðum eftir samstarfi við Tónastöðina í Reykjavík en hún er í eigu Skagamannsins Andrés Helgasonar. Hann sér okkur fyrir hljóðfærunum, nótnabókum og allskyns nauðsynjum fyrir tónlistarfólk. Tónlistarskóli Akraness er hér í næsta nágrenni og þetta á því vel heima hérna hjá okkur.“
Samkeppnin er krefjandi verkefni í verslunarrekstri en Ingþór er ekki í vafa um það sé gott að versla á Akranesi.
Við erum ekki í harðri samkeppni við Reykjavík. Ég tel að stórmarkaðir séu kannski einna helsti samkeppnisaðili okkar sem erum í verslunarrekstri hér á Akranesi. Mér finnst ósanngjarnt að bera það saman, bæði í verðum og þjónustu.
Þetta kemur sér vel fyrir neytendur hér á Skaganum
Til að halda verslun á Akranesi erum við að vinna á sömu verðum og aðrar sambærilegar verslanir á höfuðborgarsvæðinu en hér finnur þú fyrir betri og persónulegri þjónustu.
Við náum oft ekki að bjóða sama úrval en hjá hverjum og einum finnur þú rjóman af því sem er í boði ef svo má að orði komast.
Þetta kemur sér vel fyrir neytendur hér á Skaganum. Það er því mjög gott að versla hérna á Akranesi,“ sagði Ingþór Bergmann að lokum.