Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni hér á Akranesi, náði í dag frábærum árangri. Hún tryggði sér keppnisrétt á næsta tímabili á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, LET Evrópumótaröðinni. Valdís endaði í öðru sæti á lokaúrtökumótinu á -15 höggum undir pari vallar en þetta er besti árangur sem Íslendingur hefur náð á lokaúrtökumóti fyrir sterkustu mótaröð Evrópu.
Valdís var að taka þátt í fjórða sinn á ferlinum á þessu lokaúrtökumóti og er þetta í fyrsta sinn sem hún kemst í gegnum síuna.
Við hér á skagafrettir.is óskum Valdísi hjartanlega til hamingju með árangurinn og öllum þeim sem komu að þessu. Vel gert.