Oddur Ottesen, 6 ára gamall bóndi frá Ytri Hólmi, fékk svo sannarlega frábæra jólagjöf í gær þrátt fyrir að hann hafi týndi veskinu sínu á Akranesi. Vinnulaun hans frá sumarvinnunni í sveitinni í sumar skiluðu sér og er óhætt að segja að jólaengill hafi gripið inn í á réttum tíma.
Fuglaáhugamaðurinn Oddur er stálheppinn að eiga afmæli þann 27. desember. Hann hélt upp á afmælið sitt nýverið og var á leiðinni í Eymundsson að innleysa innleggsnótu sem hann átti þar á bæ. Á leið sinni í Eymundsson týndi Oddur veskinu að segir Brynhildur Stefánsdóttir móðir Odds segir í viðtali við skagafrettir.is að Oddur hafi ætlað að fjárfesta í spilinu Fuglafári fyrir afmælispeningana þegar ógæfan gerði vart við sig.
„Bókasafnskortið voru einu skilríkin í veskinu hjá Oddi. Hann missti veskið áður en við fórum inn í Eymundsson. Hann áttaði sig ekki á því á að veskið væri ekki á sínum stað fyrr en við vorum að fara að borga spilið. Við fórum strax að leita en á sama tíma voru starfsmenn Bókasafns Akraness komnir langt á veg í rannsóknarvinnu. Ég veit ekki hver skilaði veskinu til þeirra. Þau hringdu í símanúmerið sem var skráð á kortið á meðan við vorum í Eymundsson. Jólaengillinn var þarna á ferð ásamt starfsmönnum Bókasafnsins – þau redduðu málunum og jólunum hjá okkur,“ sagði Brynhildur en hún hrósaði Oddi syni sínum fyrir hjálpsemi sína. „Hann var að hjálpa mömmu sinni að halda á pokunum í innkaupunum þegar veskið glataðist,“ sagði Brynhildur.