Valdís fékk frábærar móttökur í heimabænum

Golfskálinn hjá Leyni á Akranesi var þéttsetinn í gærkvöld þegar fjölmenni fagnaði heimkomu atvinnukylfingsins Valdísar Þóru Jónsdóttur – sem tryggði sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni með glæsilegum hætti nýverið. Valdís Þóra fékk fjölmargar góðar kveðjur og Þórður Emil Ólafsson formaður Leynis sagði að klúbburinn ætlaði að styrkja Valdísi um 250.000 kr. í tilefni árangursins.

Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Sigurhans Vignir úr stjórn Forskots afrekssjóðs og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraness héldu stuttar ræður þar sem afrek Valdísar voru rifjuð upp.

Marella Steinsdóttir frá ÍA og Hlynur Geir Hjartarson þjálfari hennar héldu einnig ræður og var ekki laust við að miklar tilfinningar brytust þar fram.

Valdís Þóra lauk síðan kvöldinu með flottri ræðu og ríkti mikil gleði hjá félagsmönnum úr Leyni og fjölskyldu Valdísar sem voru samankomin í golfskálanum.

Aðeins fjórir íslenskir kylfingar hafa frá árinu 2004 náð að tryggja sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröðum heims í Evrópu og Bandaríkjunum. Og þar af eru tveir þeirra frá Akranesi. Birgir Leifur Hafþórsson er eini karlkylfingurinn sem hefur náð inn á Evrópumótaröðina í karlaflokki en Valdís Þóra er þriðja íslenska konan sem nær inn á LET Evrópumótaröðina.

img_3020 img_3018 img_3016 img_3012 img_3007 img_3005 img_3001 img_2993 img_2987 img_2981
img_2979 img_2976 img_2973 img_2969 img_2968 img_2958 img_2951 img_2950 img_2948 img_2941 img_2927 img_2918 img_2913 img_2912 img_2891 img_2884 img_2872 img_2868