Sigurjón Ernir Sturluson mastersnemi í íþróttafræði – enn fleiri pistlar eru fésbókinni:
Gott líkamlegt form er sennilega eitt af því mikilvægast sem við búum að. Í okkar daglegu rútínu erum við alltaf að notast við líkamlega vinnu, því betra form sem við búum að því auðveldari verður líf okkar. Allir geta komist í frábært form og er uppskriftin í raun mjög einföld. Það eru vissulega margir þættir sem spila inn í og er erfiðasta verkefnið að líklega að tvinna þessa þætti rétt saman og byggja rétt upp.
1. Viljastyrkur og rétt viðhorf:
Fyrsti þátturinn er einfaldlega rétt og jákvætt viðhorf og vilji til að ná þínu markmiði. Þú verður að vera ákveðinn og tilbúin að leggja mikla vinnu í verkefnið. Mikilvægt er að byrja rólega og byggja ofan á það sem þú hefur. Það eru alltof margir sem ætla að klára verkefnið á núll einni og detta út á miðri leið.
Byrjaðu á að setja þér smærri verkefni (byrjaðu á 2-3 æfingum í viku þar sem þú tæklar t.d 3-5 km (ef þú vilt bæta hlaup) til að byrja með eða lyftir 30-40 mín (ef þú vilt styrkja þig).
1= Byrjaðu á að æfa 2-3 í viku og þar sem þú ræður vel við ákefð og álag og bættu svo rólega í.
2. Finndu veik – /styrkleika:
Öll búum við yfir styrkeikum jafnt sem veikleikum og er mikilvægt að bæta okkar veikleika til að fá betri heildarútkomu.
Allir eru líklega sammála um það að það er ávallt skemmtilegara að vinna með þína styrkleika og því er mikilvægt að vinna jafnt í báðum þáttunum bæði til að fyrirbyggja að fá leið á æfingunum og um leiða byggja upp sem bestu heildarmyndina.
2= Reyndu að vinna í veikleikum jafnt sem styrkleikum og fáðu út betri heildarútkomu.
3. Mataræði:
Mataræði spilar gríðarlega stóran þátt og mun rétt mataræði alltaf koma þér nær þínu markmiði. Byrjaðu á 1-2 hollum máltíðum á dag og byrjaðu rólega að taka út óhollar matvæli sem innihalda mikin sykur, hveiti og eru mikið unnin. Mikilvægt er að leyfa sér annars lagið nammidag eða svindlmáltíð ef þörfin kallar á það.
3= Taktu mataræðið hægt og rólega í gegn.
4. Fá aðstoð:
Þú átt aldrei að óttast eða vera feiminn við að fá aðstoð á miðri leið. Nú er ég ekki að tala um að fá nákvæmt matar/æfingarprógramm sem segir þér nákvæmlega hvernig þá átt að gera á hverjum degi !!! Þú verður að ávallt að reyna að leysa verkefnið sjálfur því annars ertu fljót/ur að missa áhuga og vitneskju til að halda áfram og ná tillsettu markmiði. En aðstoð við æfingar/mataræði (kennsla á réttri framkvæmd æfinga / dæmi um 2-3 daga í mataræðinu) getur oft á tíðum verið nauðsynlegt.
4= Leitaðu eftir aðstoð um hvernig best sé að leysa verkefnið hverju sinni.
5. Ekki gefast upp !!!
Það geta alltaf koma upp ýmsar uppákomur sem munu spila inní líkt og veikindi, meiðsli, vinnutarnir og svo mætti lengi telja. Þú þarft ávallt að vera tilbúin að breyta út af æfingarplani ef þess er þörf. Of slæmt veður fyrir útihlaup, ræktin lokuð o.s.frv. Það má alltaf finna nýjar æfingar ef planið gengur ekki upp (róa í stað hlaupa, lyfta á fætur í stað efri búk o.s.frv.).
5= Vertu alltaf tilbúin að hugsa út fyrir kassann (ávallt hafa plan B) í stað þess að hætta við vegna aðstæðna hverju sinni.
6. Hafðu gaman:
Til þess að hafa gaman af æfingunum þarft þú að hafa æfingar inní prógramminu sem þér þykir skemmtilegt að taka.
Sama gildir um mataræðið borðaðu mat sem þér þykir góður og er hollur (þarf ekki bara að borða kjúkling og brokkolí….).
Settu þér markmið yfir æfinguna/vikuna sem þú stefnir að og reyndu að ná þeim.
6= Settu upp skemmtilegar æfingar og skoraðu á sjálfan þig.
P.s. Aðeins þú ræður hversu langt þú getur náð, með réttu hugarfari og vinnu getur þú allt sem þú vilt.
Sjálfur hef ég margoft fengið ábendingar og aðstoð með æfingar jafnt sem mataræði og hefur það hjálpað mér að ná en lengra.