SkagaTV: Skagamærin Maja sannaði að jólsveinninn er til!

Maja Paulina er 6 ára gömul Skagamær. Maja hefur á undanförnum mánuðum aðeins misst trúna á tilvist jólasveinsins. Faðir hennar, Michał Mogiła, ákvað því að gera eitthvað til að beina dóttur sinni á rétta leið á ný.

Michał Mogiła ákvað í samstarfi við dóttur sína að setja af stað jólsveinarannsókn. Þau settu upp myndavél við jólatréð á heimilinu. Og myndavélin átti að ná því augnabliki þegar jólasveinninn kæmi með jólapakkana undir jólatréð. Maja krafðist síðan þess að fá að sjá myndbandið þegar hún fann jólapakkana sína undir trénu.

Myndbandið, sem hefur verið skoðað um 200.000 sinnum á Youtube segir allt sem segja þarf um viðbrögð Maju.