Stórstjarna gengur til liðs við Handymen – risagigg á föstudaginn

Það eru engar líkur á því að félagar úr hljómsveitinni Handymen komi til greina í kjörinu á Íþróttamanni Akraness þann 6. janúar n.k. Hæfileikar þeirra liggja á öðrum sviðum og þá sérstaklega í söng og hljóðfæraleik. Hljómsveitin er skipuð vinnufélögum frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands og ætlar þeir að telja í á Gamla Kaupfélaginu föstudaginn 6. janúar. Fjörið hefst kl. 23.30 og er aðgangur ókeypis.

Stórtíðindi bárust nýverið úr herbúðum Handymen þegar ljóst var að Sveinn Rúnar Sigurðsson mun leika á hljómborð með sveitinni. Sveinn Rúnar hefur tvívegis átt lög í úrslitum Júróvisjon og ótal mörg lög í undankeppninni hér á landi.

 Nánar um viðburðinn hér: 

„Þetta hófst allt samana árið 2008 þegar við fórum að spila á skemmtunum hjá HVE, við höfum spilað í nokkrum afmælum og nokkrum böllum einnig,“ segir Halldór Hallgrímsson einn af frumkvöðlunum í „Handymen“. „Við spilum gömlu lögin okkar og einnig ný lög, þetta er ekkert flókið.“

Þeir sem skipa bandið eru Fritz H. Berndsen skurðlæknir á handlækningadeild (bassi/söngur) Haraldur Ólafsson er gítarleikar en hann er geðlæknir og starfaði áður á HVE en er í dag starfandi í Reykjavík og Akureyri. Trommari bandsins er Ólafur Frímann Sigurðsson, en hann starfar við sjúkraflutninga og húsvörslu. Sveinn Rúnar Sigurðsson er nýr í bandinu en hann er heilsugæslulæknir með mikla reynslu úr tónlistinni. Sveinn Rúnar spilar á hljómborð en hann hefur samið lög fyrir margar þekktustu poppstjörnur landsins. Sveinn Rúnar á m.a. met hvað varðar lagafjölda í undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir Evróvisjon. Tvívegis hafa lög eftir Svein Rúnar sigrað í undankeppninni hér á landi og keppt fyrir Íslands hönd erlendis. Árið 2004 fór Heaven í lokakeppnina og árið 2007 söng Eiríkur Hauksson lagið Valentine Lost eða Ég les í lófa þínum í lokakeppninni.

Lögin sem Sveinn Rúnar hefur samið fyrir Júróvisjon eru:
2003 Með þér,
2004 Heaven
2006 100% hamingja
2006 Mynd af þér
2006 Útópía
2007 Valentine Lost (Ég les í lófa þínum)
2007 Draumur
2012 Hugarró
2012 Leyndarmál
2012 Stund með þér
2013 Ekki líta undan
2013 Til þín
2013 Augnablik
2015 Augnablik

handyman-1