Kjörinu á íþróttamanni ársins á Akranesi var lýst í íþróttahúsinu við Jaðarsbakka föstudaginn 6. janúar. Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni varð efst í kjörinu og þar á eftir komu sundmaðurinn Ágúst Júlíusson og kraftlyftingamaðurinn Einar Örn Guðnason. Hér má sjá myndasyrpu frá athöfninni.