Hjóla frá „Köben“ til Parísar fyrir gott málefni

Skagahjónin Guðrún og Guðmundur ætla hjóla frá Kaupmannahöfn til Parísar til styrktar krabbameinssjúkra barna

„Við hjónin erum mjög mjög spennt og glöð með að fá að taka þátt í þessu frábæra verkefni sem Team Rynkeby góðgerðahjólreiðarferðin er.  Þetta er heilmikil ögrun fyrir okkur og talsvert út fyrir þægindarammann á svo margan hátt,“ segir Guðrún S. Gísladóttir við skagafrettir.is.

Guðrún og Guðmundur S. Jónsson eiginmaður hennar ætla að taka þátt í áhugaverðu verkefni í sumar þar sem markmiðið er að safna sem mestu fé fyrir Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna á Ísland.

„Við vonumst til að geta safnað sem mestum fjármunum fyrir þau í tengslum við verkefnið,“ segir Guðrún en hún er 47 ára gömul og starfar sem forstöðumaður hjá Vinnumálastofnun á Vesturlandi. „Ég hef stundað ýmsar íþróttir í gegn um tíðina og síðustu árin hafa hjólreiðar farið vaxandi ár frá ári. Í haust keypti ég mér „racer“ hjól og ég er enn hissa á því hversu skemmtilegt og allt öðruvísi er að hjóla á því hjóli.“

Þetta er heilmikil ögrun fyrir okkur og talsvert út fyrir þægindarammann

Guðmundur er 48 ára gamall en hann starfar sem sérfræðingur hjá Norðuráli. „Hjólreiðar eru skemmtilegar og frábær líkamsrækt. Þetta verður erfitt, en örugglega stórskemmtilegt,“ segir Guðmundur en saman eiga þau Guðrún fjögur börn á aldrinum 9-25 ára, og þau geta státað sig af ömmu og afatitli með fyrsta barnabarninu.

Alls sóttu rúmlega 70 manns um að taka þátt fyrir Íslands hönd og 34 voru valdir – og eru Skagahjónin á meðal þeirra. Þar að auki eru 8 manna aðstoðarlið. Þátttakendur greiða sjálfir fyrir sína þátttöku og búnað. Í heildina eru um 2.400 manns víðsvegar um Norðurlöndin þegar byrjaðir að æfa sig fyrir ferðina.

 

Guðrún og Guðmundur á æfingu með hópnum, þau eru lengst til vinstri.
Guðrún og Guðmundur á æfingu með hópnum, þau eru lengst til vinstri.

Ferðalagið sem Guðrún og Guðmundur takast á við í sumar er afar áhugavert þar sem hjólað verður frá Kaupmannahöfn til Parísar á rúmlega viku.

„Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland sendir þátttakendur í Team Rynkeby. Við erum í hópi rúmlega 30 Íslendinga sem taka þátt í þessu góðgerðaverkefni. Team Rynkeby hófst árið 2002 þegar ellefu starfsmenn Rynkeby Foods ákváðu að hjóla til Parísar til að sjá Tour de France hjólreiðakeppnina. Rynkeby Foods var aðalstyrktaraðili hópsins og svo vel gekk að fá styrki að hagnaður var af ferðinni. Þegar heim var komið afhenti hópurinn krabbameinsdeild sjúkrahússins í Óðinsvéum umtalsverða fjárhæð og þar með var búið að skapa hefðina.

 

Alls sóttu rúmlega 70 manns um að taka þátt fyrir Íslands hönd og 34 voru valdir

 

Helsta markmið ferðarinnar hjá okkur Íslendingunum er að safna sem mestu fé fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna á Íslandi,“ segir Guðrún og bendir á þá staðreynd að krabbamein sé banvænasti sjúkdómur barna á aldrinum 1-15 ára.   

„Team Rynkeby hefur farið fram árlega frá árinu 2002 og með hverju árinu stækkar þessi viðburður og fleiri lönd bætast í hópinn. Hvert land safnar fyrir félag krabbameinssjúkra barna í sínu heimalandi. Það hefur gengið vel að safna og á þessu ári gaf Team Rynkeby rúmlega 1.100 milljónir til stuðnings krabbameinssjúkum börnum á Norðurlöndum,“ bætir Guðrún við.

Team Rynkeby liðin hafa öll sömu markmið sem eru: