Þrír Skagamenn með landsliðinu í Kína

Tveir uppaldir Skagamenn voru í byrjunarliði Íslands í 2-0 sigurleik karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Kína á  á China Cup sem haldið er í Nanning í Kína.

Arnór Smárason og Björn Bergmann Sigurðarson voru báðir í liðinu en Arnór leikur með Hammarby í Svíþjóð og Björn með Molde í Noregi. Þriðji Skagamaðurinn er með í för en Óskar Guðbrandsson er fjölmiðla – og markaðsfulltrúi KSÍ.

Frá vinstri: Björn Bergmann, Óskar (hann stendur á tám) og Arnór.

Sigurinn þýðir að Ísland leikur til úrslita á mótinu sem fer fram á sunnudaginn og mætir íslenska liðið Króatíu eða Síle í úrslitaleiknum.