Það styttist í að skautasvellið í „Krúsinni“ við Grundaskóla opni og standa vonir til þess að hægt verði að renna sér þar á skautum föstudaginn 13. janúar.
Á fésbókarsíðu Grundaskóla kemur fram að hollvinir Grundaskóla og Slökkvilið Akraness hafi byggt upp skautasvell með mikilli þolinmæði. Skortur á frosti og kulda í vetur hefur tafið verkið en nú eru kjöraðstæður til þess að byggja upp svellið.
Við hér á skagafrettir.is hvetjum alla til þess að nýta sér þessa frábæru nýjung – og aldrei þessu vant stendur Flórída-Skaginn ekki undir nafni.