Ryan Giggs „kórastöffsins“ mætti á æfingu í Vinaminni

Kórfélagarnir í kór Akraneskirkju fengu góða heimsókn í gærkvöld í Vinaminni. Þar leiðbeindi Englendingurinn Paul Phoenix kórfélögum og Sveini Arnari Sæmundssyni kórstjóra. Þar gaf Phoenix góð ráð varðandi fagurfræði og „dínamík“ í kórsöng.

Sveinn Arnar skrifar á fésbókarsíðu sína að komu Phoenix mætti líkja við því að knattspyrnukappinn Ryan Giggs væri í heimsókn hjá ÍA á Akranesi.

Phoenix er 49 ára gamall og var hann tenór í hinum heimsþekkta kór King’s Singers á árunum 1997-2014. Í myndbandinu hér fyrir neðan er hann í aðalhlutverki í hinu þekkta Bítlalagi Blackbird. Á meðan Phoenix var í King’s Singers söng hann að meðtali á 130 tónleikjum og hélt fjölda söngnámskeiða.

Sveinn segir að Phoenix hafi hrifist af kórnum og kórfélagarnir gengu út í vetrarkvöldið með fullt farteski af visku um fagurfræði kórsöngsins.

15977615_10154958516482082_2987259536294742079_n