Stefán Bjarnason, fyrrum yfirlögregluþjónn á Akranesi, fagnar 100 ára afmæli sínu í dag 18. janúar. Stefán er fæddur á Sauðárkróki 18. janúar 1917. Í dag verður haldið upp á afmæli Stefáns á Dvalarheimilinu Höfða.
Við hér á skagafrettir.is óskum Stefáni og fjölskyldu hans hjartanlega til hamingju með daginn.
Á fésbókarsíðunni Langlífi er umfjöllun um Stefán en hann var giftur Vilborgu Sigursteinsdóttur sem lést fyrir níu árum og áttu þau þrjú börn.
„Stefán ólst upp á Siglufirði og var sumarstarfsmaður í lögreglunni þar 1937-1940 og lögreglumaður á Akranesi frá 1941, þegar hann var 24 ára, og yfirlögregluþjónn frá 1958. Á yngri árum stundaði hann fimleika og kenndi þá um skeið. Í rúman áratug var hann formaður karlakórsins Svana á Akranesi. Síðustu ár hefur Stefán verið á dvalarheimilinu Höfða.
Ekki er vitað um lögreglumann sem hefur náð hærri aldri.“
Myndin af Stefáni í þessari fésbókarfærslu hér fyrir neðan birtist í Skessuhorni 2014.