ÍA TV fékk góða gjöf frá Omnis

Sjónvarpsstöðin ÍA TV fékk góða gjöf frá samstarfsaðila stöðvarinnar sem mun nýtast gríðarlega vel í framtíðinni. Næsta útsending hjá ÍA TV er í kvöld. Sýnt verður beint frá leik ÍA og Breiðabliks í 1. deild karla í körfuknattleik.  Leikurinn hefst kl. 19.15 í íþróttahúsinu við Vesturgötu.

Omnis afhenti forsvarsmönnum ÍA TV útbúnað fyrir hljóðupptöku frá viðburðum sem sýndir verða í framtíðinn og verða hljóðgæðin því mun betri, sérstaklega í lýsingum frá viðburðum.

„Við kunnum þeim auðvitað bestu þakkir fyrir og hlökkum til að halda áfram að gera ÍA TV

enn betra í góðu samstarfi við Omnis,“ segir í tilkynningu frá ÍA TV.

 

Hægt er að nálgast útsendingar ÍA TV hér:

15977615_10154958516482082_2987259536294742079_n