Krambúðin opnar á Akranesi – glæsilegt útlit

Í dag opnaði ný og endurgerð verslun á Akranesi. Verslunin er staðsett við Garðagrund 1 og er nafnið á henni Krambúðin. Samkaup Strax var áður í þessu húsnæði sem Skagamenn þekkja vel eftir áralangan rekstur á þeirri verslun.

Þetta er fjórða verslunin sem Samkaup opnar undir þessu nafni. Hinar eru við Skólavörðustíg í Reykjavík, á Húsavík og í Reykjanesbæ.

Gísli Gíslason markaðsstjóri Samkaupa segir að mikil ánægja hafi verið með  þessa nýju búðategund, bæði meðal íbúa í nærsamfélaginu sem og annarra.

„Hönnun Krambúðarinnar miðast af því að vísa til íslenskrar náttúru þar sem birki, grjót, hraun og sina ræður ríkjum. Andrúmsloftið á að vera létt með einföldu og stílhreinu litavali og á upplifunin að taka mið af því,“ segir Gísli og bætir við.

Opnunartími Krambúðarinnar

08.00 – 23.30 virka daga

09.00 – 23.30 um helgar

„Í Krambúðinni er lagt upp með að viðskiptavinir geti orðið sér út um þær vörur sem þarf til heimilisins hverju sinni á hagstæðu verði.

Fyrir fólk sem er á ferðinni eða þá sem vantar skyndilausnir verður boðið upp á bakað á staðnum, tilbúna rétti, samlokur, tilbúin salöt, og kaffi,“ sagði Gísli Gíslason við skagafrettir.is

16251338_10212042141668322_582531524_o 16357846_10212042141588320_1313611330_o 16326826_10212042141988330_817808270_o 16326883_10212042142068332_609030624_o 16325376_10212042142268337_213477835_o 16357635_10212042142228336_326100951_o 16326711_10212042142668347_1204214782_o 16326637_10212042122867852_1683637033_o 16251363_10212042121427816_861882787_o 16251407_10212042118747749_1786502938_o

16251363_10212042121427816_861882787_o 16326265_10212042119507768_1917778138_o 16325720_10212042119187760_701057653_o 16326207_10212042118107733_33260507_o

Starfsfólk Krambúðarinnar við opnun hennar í dag. Mynd/skagafrettir.is Elísa.
Starfsfólk Krambúðarinnar við opnun hennar í dag. Mynd/skagafrettir.is Elísa.