Lífrænt fyrir alla á Café Kaja á Akranesi

Töluverðar breytingar hafa verið gerðar að undanförnu á Café Kaja á Akranesi. Þar ræður Karen Emilía Jónsdóttir eigandi ríkjum. Hún stofnaði fyrirtækið Kaja Organic í mars 2013. Slagorðið í starfssemi Kaja Organic er „lífrænt fyrir alla“.

Skagafrettir kíktu í heimsókn í Cafe Kaja á Akranesi nýverið og er óhætt að segja að breytingarnar séu vel heppnaðar – og mikið hefur verið lagt í að gera rýmið hlýlegt og notarlegt.

„Lífrænt vottað er okkar fag. Hér í Cafe Kaja erum við með fjölbreytt úrval af lífrænt vottuðum vörum. Þar má nefna kaffi, te, hrákökur, súrdeigsbrauð frá tveimur fyrirtækjum í Reykjavík,“ segir Kaja sem rekur tvær verslanir samhliða Café Kaja á Akranesi. Matarbúr Kaju Óðinsgötu og Matarbúr Kaju Akranesi.

„Við erum með eina kaffið á Íslandi sem er lífrænt vottað og

Matarbúr Kaju hér á Akranesi og í Reykjavík eru einu lífrænt vottuðu verslanirnar á Íslandi.“

Eins og áður segir er fjölbreytt úrval af ýmsum vörum í Matarbúri Kaju á Akranesi og Café Kaju.

„Í Matarbúri Kaju  sérhæfum við okkur í að þjónusta framleiðendur, stóreldhús og sérverslanir. Hér er fjölbreytt úrval af ýmsum lífrænt vottuðum vörum. Hreinleikinn er aðalatriðið, engin eiturefni, og við horfum líka mikið á hvernig hægt er að minnka umbúðanotkun í versluninni. Við erum með krukkur og ílát sem er hægt að nota oft, og viðskiptavinirnir koma einnig með sín eigin ílát. Þeir sem vilja kaupa kaffi eða te í lausu geta því komið með sín eigin ílát undir þær vörur. Hér er einnig hægt að fá hreinlætisvörur, og snyrtivörur sem eru lífrænt vottaðar. Sem dæmi má nefna að hér er hægt að kaupa tannkrem sem er ekki með flúor,“ segir Kaja.

 

Við horfum líka mikið á hvernig hægt er að minnka umbúðanotkun í versluninni

Á Café Kaja er boðið upp m.a. sykurlausa expresso köku sem smakkast mjög vel. „Það er margt í boði hérna fyrir þá sem eru t.d. með glútenóþol. Við hér á skagafrettir.is hvetjum Skagamenn nær og fjær að kíkja í heimsókn á Café Kaja og Matarbúr Kaju við Kirkjubrautina á Akranesi.  

IMG_0038 IMG_0051 IMG_0018 IMG_0012 IMG_0008 IMG_0010 IMG_0017 IMG_0034 IMG_0022
x
x
x