Vel heppnuð kynningarferð ÍA á Austfirði

„Markmið ferðarinnar var fyrst og fremst að kynna félagið okkar og samstarf þess við FVA. Einnig að hitta krakkana og láta gott af okkur leiða. Það var virkilega vel tekið á móti okkur. Það var mikil ánægja með heimsóknina og vonandi njótum við góðs af henni í framtíðinni,“ segir Jón Þór Hauksson yfirþjálfari hjá Knattspyrnufélagi ÍA en á dögunum fóru fulltrúar ÍA í „víking“ á Austfirði þar sem að starfssemi félagsins var kynnt.

Í ferðinni voru Ármann Smári fyrirliði mfl.karla, Arnór Sigurðsson leikmaður mfl.karla, Skarphéðinn Magnússon þjálfari og Jón Þór Hauksson yfirþjálfari ÍA. Flogið var að morgni fimmtudags til Egilststaða og keyrðu ferðalangarnir til Vopnafjarðar þar sem þeir stjórnuðu æfingum í öllum aldursflokkum hjá knattspyrnufélaginu Einherja. Æfingarnar fóru fram í íþróttahúsi staðarins.

„Mikilvægt að kynna félagið og samstarfið við Fjölbrautaskólann ef að efnilegir krakkar  vilja komast í betri æfingaaðstöðu

Daginn eftir var haldið til Egilsstaða þar sem farið var á æfingar hjá Hetti og spjallað við iðkendur félagsins. Starf KFÍA var kynnt fyrir krökkunum í Hetti og einnig afrekssvið FVA. Um kvöldið var haldinn fundur með þjálfurum og stjórnarmönnum Hattar Egilsstöðum. Þar var ítarlega fjallað um starf KFÍA og samstarf við FVA.

„ÍA var auðvitað gríðarlega vinsælt lið áður fyrr á þessum stöðum en tímarnir hafa breyst og krakkar fylgjast mun betur með knattspyrnu útí heimi nú til dags. Horfa á enska boltann 3-4 daga í viku. Okkur fannst því mikilvægt að kynna félagið og samstarfið við Fjölbrautaskólann ef að efnilegir krakkar að austan vilja komast í betri æfingaaðstöðu,” sagði Jón Þór að lokum.

16466460_10212102772112800_1459104186_o 16466058_10212102772152801_1931196010_o 16522126_10212102772192802_975672015_o 16492401_10212102772072799_197074330_o 16522213_10212102772392807_228742392_o