Mikið fjör í frjálsum í Akraneshöllinni

Ísafold Kolbrúnardóttir, Árný Lind Árnadóttir, Snædís Lilja Gunnarsdóttir og Vigdís Helga Kristjánsdóttir voru hressar þegar skagafrettir.is litu við á frjálsíþróttaæfingu hjá Ungmennafélaginu Skipaskaga í gærkvöld í Akraneshöllinni.

Þær hafa mætt á allar æfingar á undanförnum vikum hjá USK en verkefnið er eins og áður segir nýtt af nálinni og stýrir Borgfirðingurinn Ómar Ólafsson æfingunum.

Frá vinstri: Ómar, Ísafold, Árný Lind, Snædís Lilja og Vigdís Helga. Mynd/skagafrettir.is

Ómar segir að æfingarnar hafi gengið vel og töluverður fjöldi af krökkum hafi komið að prófa.

„Stelpurnar sem eru hérna í kvöld hafa verið duglegastar að mæta og ég er sannfærður um að það komi fleiri á næstu vikum,“ sagði Ómar og þær Ísafold, Árný, Snædís og Vigdís tóku undir orð þjálfarans.

Aðspurðar sögðu vinkonurnar að það væri skemmtilegast í langstökkinu og spretthlaupunum í Akraneshöllinni. „Æfingarnar eru skemmtilegar og okkur hlakkar alltaf til að koma á æfingu,“ sögðu þær í einum kór.

Aðstaðan fyrir frjálsíþróttaæfingar er ágæt að mati Ómars en töluvert af tækjum vantar til þess að gera æfingaaðstöðuna enn betri.

Komdu og prófaðu!
17.30 – 19.00
mánudag og miðvikudag
í Akraneshöllinni

„Við gerum bara eins vel úr þessu og hægt er. Markmiði er að halda áfram að byggja þetta upp og vonandi verður niðurstaðan sú að krakkarnir fá tækifæri til þess að keppa þegar þau hafa æft í einhvern tíma,“ bætti Ómar við.

Æfingarnar í Akraneshöllinni eru tvisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum. Þær hefjast kl. 17.30 og standa til kl.19.00. Miðað er við að þeir sem æfi séu 6 ára og eldri, – og það eru allir velkomnir.

Eins og áður segir er þjálfarinn Ómar Ólafsson og er hægt að fá frekari upplýsingar hjá honum i síma: 841-8065.

Ómar Ólafsson, Ísafold Kolbrúnardóttir, Árný Lind Árnadóttir, Snædís Lilja Gunnarsdóttir og Vigdís Helga Kristjánsdóttir. Mynd/skagafrettir.is
Ómar Ólafsson, Ísafold Kolbrúnardóttir, Árný Lind Árnadóttir, Snædís Lilja Gunnarsdóttir og Vigdís Helga Kristjánsdóttir. Mynd/skagafrettir.is

 

Sushi
Sushi