Katrín María Óskarsdóttir markvörður úr ÍA verður í U-17 ára landslið Íslands sem tekur þátt í undirbúningsmóti UEFA. Mótið fer fram í Edinborg í Skotlandi dagana 19.-25. febrúar og er Jörundur Áki Sveinsson þjálfari liðsins.
Liðið leikur þrjá leiki í mótinu. Sá fyrsti er gegn Króatíu, mánudaginn 20. febrúar. Annar leikur liðsins er gegn heimamönnum 22. febrúar og sá síðasti gegn Austurríki, föstudaginn 24. febrúar.
Skagafrettir.is ræddi við Katrínu Maríu og fékk hana til þess að svara nokkrum laufléttum spurningum.
Hver er ástæðan fyrir því að þú æfir fótbolta?
„Það er bara einfalt, fótboltinn er það skemmtilegasta sem ég geri.“
Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?
„Ég vakna í skólann fyrir kl. 8, og er í skólanum til 13:20. Stundum vakna ég fyrr ef það eru morgunæfingar fyrir skóla. Eftir það fer ég heim að læra, hitti vini mína, fer síðan á æfingu. Það er misjafnt hvernig æfingarnar eru, ég æfi með 3. fl., mfl. ÍA og er einnig á markamannsæfingum.“
Hversu oft í viku æfir þú?
„Það er misjafnt hversu oft ég æfi, að meðatali eru þetta 9 æfingar á viku, með markmannsæfingum og morgunæfingunum.“
Framtíðardraumarnir í fótboltanum?
„Ég hef sett mér þau markmið að komast í landsliðsúrtakið hjá öllum landsliðum Íslands, komast í landslið, spila landsleik, og fá háskólastyrk í Bandaríkjunum.“
Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í leik?
„Það er að sjálfsögðu þegar ég fór á kantinn í einum leiknum og skoraði með skalla eftir horn.“
Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan fótbolta?
„Fótboltinn er eina áhugamálið en mér finnst gaman að elda.“
Uppáhaldslið í fótboltanum fyrir utan ÍA?
Manchester United og Real Madrid.
Staðreyndir:
Nafn: Katrín María Óskarsdóttir.
Aldur: 15 ára.
Skóli: Grundaskóli.
Bekkur: 10. BÞ.
Besti maturinn: Kjúklingasalat.
Besti drykkurinn: Gatorade.
Besta lagið/tónlistin: Hlusta á rapp en á ekkert uppáhaldslag.
Á hvað ertu að horfa þessa dagana? Chicago PD og Fire.
Ættartréð:
Foreldrar: Sigurbjörg Helga Sæmundsdóttir, Óskar Rafn Þorsteinsson. Bræður hennar eru Sigurður Andri Óskarson (13 ára) og Óli Rafn Óskarson (9 ára).
Eftir Ísak Örn Elvarsson