Tryggvi fékk tækifæri með A-landsliðinu gegn Mexíkó í Las Vegas

Tryggvi Hrafn Haraldsson lék sinn fyrsta A-landsleik á ferlinum gegn Mexíkó í Las Vegas í Bandaríkjunum í nótt. Tryggvi, sem er nýliði í A-landsliði karla í knattspyrnu, kom inn á sem varamaður á 67. mínútu fyrir Kristinn Frey Sigurðsson. Alan Pulido skoraði eina mark leiksins á 21. mínútu.

Sigur Mexíkó var sanngjarn þar sem liðið átti 20 marktilraunir gegn 6 tilraunum íslenska liðsins. Leikmannahópur Íslands var að mestu skipaður leikmönnum frá liðum á Norðurlöndunum og Íslandi þar sem ekki er um opinberan landsleikjadag að ræða.

Leikurinn fór fram á Sam Boyd leik­vang­in­um í Las Vegas í Banda­ríkj­un­um þar sem 30 þúsund áhorf­end­ur mættu á völlinn.

Sex nýliðar léku með ís­lenska landsliðinu. Frederik Schram, Krist­inn Freyr Sig­urðsson og Kristján Flóki Finn­boga­son voru í byrj­un­arliðinu og þeir Tryggvi Hrafn Har­alds­son, Árni Vil­hjálms­son og Adam Örn Arn­ar­son komu inná sem vara­menn.

Tryggvi Haraldsson. Mynd/@haralduringolfs
Tryggvi Haraldsson. Mynd/@haralduringolfs