Ferjusiglingar gætu hafist á ný milli Akraness og Reykjavíkur

Bein­ar sigl­ing­ar milli Reykja­vík­ur og Akra­ness gætu verið end­ur­vakt­ar í byrj­un sum­ars sem til­rauna­verk­efni beggja sveit­ar­fé­laga yfir tíma­bilið 1. júní til 1. okó­ber. Frá þessu er greint á mbl.is í dag.

Myndir þú nýta þér ferju sem sigldi á milli Akraness og Reykjavíkur?

Samþykkt var í borg­ar­ráði í gær að aug­lýsa sigl­ingu 50-100 manna ferju milli sveit­ar­fé­lag­anna og er mögu­leiki á fram­leng­ingu um eitt ár ef vel tekst. Jafn­framt verður skoðað hvort æski­legt sé að tengja Gufu­nes við miðborg­ina.

Næsta skref í þessu máli er að bjóða verkefnið út og ef hagstæð tilboð berast þá fer þetta allt saman af stað.

Ferjusiglinar á milli Akraness og Reykjavíkur lögðust af sumarið 1998 þegar Hvalfjarðargöngin voru tekin í notkun og Akraborgin hætti þá að sigla. Við hér á skagafrettir.is fögnum þessari ákvörðun.