„Áhrif“ eftir Ísak Mána efst á palli á kvikmyndahátíð

Ég hafði alltaf mikinn áhuga á kvikmyndagerð en ég fékk meiri áhuga eftir að hafa farið á námskeið hjá Heiðari Mar í Grundaskóla á sínum tíma,“ segir hinn 17 ára gamli Ísak Máni Sævarsson sem fékk nýverið verðlaun fyrir bestu stuttmyndina á kvikmyndahátíð framhaldsskólanna. Ísak Máni stundar nám í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi en hann er á 2. önn á rafiðnaðarbraut.

Stuttmyndin heiti Áhrif og er til minningar um Lovísu Hrund Svavarsdóttur sem lést í umferðarslysi þann 6. apríl árið 2013. Þar var ökumaður undir áhrifum áfengis sem varð valdur að slysinu og er boðskapurinn skýr hjá Ísak Mána.

Þetta er forvarnarmynd og hún er um 7 mínútur að lengd

„Ég á auglýsingu í FVA um þessa keppni og ákvað bara að senda myndina í keppnina. Myndin fjallar um áhrifin að aka undir áhrifum áfengis. Hvernig áhrifi það getur haft á heilt samfélag. Þetta er forvarnarmynd og hún er um 7 mínútur að lengd,“ segir Ísak Máni en hann elskar andabringur í appelsínusósu og hina einu sönnu blöndu af Malt og Appelsín.

Greinin heldur áfram hér fyrir neðan:

Sushi

Myndin fjallar um áhrifin að aka undir áhrifum áfengis. Hvernig áhrifi það getur haft á heilt samfélag.

Hátíðin hefur þann tilgang að efla sköpun ungmenna og búa til vettvang fyrir þá nemendur sem hafa áhuga á kvikmyndagerð. Þar gefst þeim tækifæri til að sýna áhorfendum sín verk og skoða verk annarra. Stefnt er að því að hátíðina verði veglegri en nokkru sinni fyrr og jafnframt sýnilegri í samfélaginu þannig að hún hljóti fastan sess í félagslífi ungs fólks.

Vandaðar stuttmyndir voru valdar á hátíðina og kepptu þær um vegleg verðlaun. Verðlaun voru veitt fyrir bestu myndina, bestu tækniútfærslu og bestan leik. Dómnefndina skipuðu þrír einstaklingar sem allir hafa víðtæka reynslu úr kvikmyndagerð.

Myndin var frumsýnd þann 11. febrúar s.l. í Bíó Paradís, en hún verður einnig sýnd í Bíóhöllinni, og FVA. Tímasetningarnar eru ekki á tæru á þeim sýningum en það skýrist fljótlega. Við stefnum einnig á að sýna þetta á RIFF og kannski á RÚV ef vel gengur.“

Ísak Máni er með góða aðila með sér í kvikmyndaverkefninu.

„Ég skrifaði handritið, tók hana upp og grófklippti myndina. Ég hef fengið góðan stuðning frá minningarsjóði Lovísu Hrundar, Heiðar Mar og Diddi hafa einnig aðstoðað mig mikið. Þetta er fyrsta stuttmyndin sem ég geri en ég hef unnið við ýmis verkefni og fengið reynslu þar. Engir Draugar, Steypustöðin, ASA CROCADILE TEARS og fleiri verkefni,“ sagði hinn 17 ára gamli Ísak Máni Sævarsson.

Eftir Axel Fannar Elvarsson: 

Ísak Máni ásamt samstarfsfélögum sínum.
Ísak Máni ásamt samstarfsfélögum sínum.

16732110_1522178954476410_1209465076_o
16735370_1522177184476587_228310678_o