Tryggvi og Albert þeir einu sem eiga „A-landsliðs foreldra“

Helstu íþróttasérfræðingar landsins hafa á undanförnum dögum velt því fyrir sér hversu margir landsliðsleikmenn í knattspyrnu hafi átt foreldra sem hafi einnig leikið með A-landsliðinu í knattspyrnu. Eftir því sem best er vitað er Skagamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson í afar fámennum hópi hvað þetta varðar. Foreldrar hans, Jónína Víglundsdóttir og Haraldur Ingólfsson, léku bæði með A-landsliðinu á sínum tíma seint á síðustu öld. Tryggvi Hrafn lék sinn fyrsta A-landsleik á dögunum gegn Mexíkó í Las Vegas.

Hinn landsliðsmaðurinn sem á einnig foreldra sem hafa leikið með A-landsliðinu í knattspyrnu er Albert Guðmundsson. Hann er sonur Kristbjargar Ingadóttur  og Guðmundar Benediktssonar, sem léku einnig með A-landsliðinu á sínum tíma.

Jónína segir í samtali við skagafrettir.is að þau hjónin hafi verið með gleðitilfinningu og afar stolt þegar þau sáu Tryggva Hrafn koma inná í sínum fyrsta landsleik á ferlinum.

Við vorum mest ánægð fyrir hans hönd. Undanfarin ár hafa verið erfið fyrir Tryggva sem hefur verið að vinna sig í form eftir meiðsli

„Við vorum mest ánægð fyrir hans hönd. Undanfarin ár hafa verið erfið fyrir Tryggva sem hefur verið að vinna sig í form eftir meiðsli. Það hefur gengið vonum framar. Hann hefur fengið góða aðstoð frá mörgum aðilum við það,“ segir Jónína en Tryggvi hefur aldrei leikið með yngri landsliðum Íslands. Hann lék með Kára fyrir tæpu ári þegar hann var að koma úr meiðslunum og frami hans hefur því verið ótrúlegur á stuttum tíma.

Jónína, Tryggvi og Haraldur í landsliðsbúningnum.
Jónína, Tryggvi og Haraldur í landsliðsbúningnum.

GALITO_konudags_2017_1018x360