Pistill: Sprengjum „Sementsstrompinn“ í Fast & Furious 9

Pistill: Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar:

„Akrafjallið og Langisandur eru helstu kennileiti Akraness, ekki Sementsstrompurinn,“ sagði einn fundargesta í gær á opnum kynningarfundi á skipulagslýsingum fyrir Sementsreit (sjá lýsingu hér) og Dalbraut – Þjóðbraut (sjá lýsingu hér).

Ég er sammála því og bíð því spenntur eftir því augnabliki þegar „Sementstrompurinn“ verður fjarlægður. Það verður gott sjónvarp. Gæti reyndar verið magnað atriði í hasarmyndinni Fast & Furious 9. Van Diesel ýtir á takkann… en aftur að fundinum frá því gær í Grundaskóla.

Gæti reyndar verið magnað atriði í hasarmyndinni

Fast & Furious 9

Á fundinum var fjölmenni mætt og karlar voru þar í miklum meirihluta. Áður en ég gleymi því þá verður að koma því áleiðis að sveppasúpan og smábrauðin hjá þeim Systu og Röggu vakti mikla lukku – og takk fyrir mig. Ég var frekar lengi að borða, reyndi að koma því skila að ég eigi oft erfitt með fínhreyfingar eftir morguntímana hjá Dean Martin. Fékk meira að segja áminningu frá fundarstjóranum um hversu lengi ég var að moka súpunni í mig eða á mig. Nóg um það.

Það var alls ekki eins heitt í kolunum í umræðum um skipulagið eins og ég átti von á. Kynningarnar voru settar fram með fagmannlegum hætti á fundinum og ljóst að margt áhugavert á eftir að gerast á Akranesi á næstu misserum.

„Dalbrautarreiturinn“ var kynntur til sögunnar fyrst. (sjá lýsingu hér).

Þar er gert ráð fyrir að lágmarki 190 íbúðum. Sveigjanleiki verður í ákvæðum um íbúðafjölda m.t.t. íbúðastærða og bílastæða. Með fjölgun lítilla íbúða mætti koma fyrir allt að 254 íbúðum á svæðinu. Þó skal gera ráð fyrir fjölbreyttum íbúðagerðum í hverju húsi – þ.e. ekki verður heimilt að byggja einsleit hús, t.d. eingöngu með smáíbúðum.

Gert verður ráð fyrir að hús á lóðum nr. 2, 6 og 8 við Dalbraut megi víkja fyrir nýbyggingum. Áfangaskipting er möguleg þannig að uppkaup og niðurrif þessara húsa er ekki forsenda uppbyggingar á Þjóðbraut 3-5 og Dalbraut 4. Með öðrum orðum, gamla verkstæðið hjá Guðmundi Magnússyni þar sem nú eru ýmis fyrirtæki með aðsetur, mun víkja líkt og gamla ÞÞÞ húsið sem stendur við Dalbraut 6.

Nokkrar fyrirspurnir og ábendingar bárust úr salnum vegna Dalbrautarreitsins. Þar var því komið á framfæri að of mikið byggingamagn væri í skipulaginu, háar byggingar og ljótar sem skyggðu á morgunsólina hjá íbúum við Dalbraut.  

Screen Shot 2017-02-17 at 10.16.42 AM
Kynningin á Sementsreitnum var einnig fagmannleg – og sköpuðust töluverðar umræður um þær hugmyndir.

Yfirlitsmynd_02 ny945
Helstu áherslu bæjarstjórnar á þessu svæði eru:  Landnotkun verði blönduð byggð íbúða og verslunar og þjónustu. Nýtingarhlutfall, hæðir bygginga og byggingamagn viðkomandi landnotkunarflokka verði ákvarðað í samráði við bæjaryfirvöld áður en vinna hefst. Lögð verði áhersla á tengsl byggðar við miðbæ, höfn og Langasand. Horft verði m.a. til ferðaþjónustu t.d. með byggingu hótels á reitnum. Við útfærslu deiliskipulagsins var því lögð áhersla á:

Heildstæðar götumyndir, útsýni yfir sjóinn, fjölbreyttar lausnir almenningsrýma með áherslu á sól, skjól og upplifu, og gangandi umferð.

Fram kom á fundinum að niðurrif á efnisgeymslu og fleiri byggingum mun hefjast á miðju ári 2017 og væntanlega yrði því niðurrifi lokið um mitt ár 2018. Um 40.000 rúmmetrum verður ekið í núverandi skeljasandsþró við Faxabraut til uppfyllingar fyrir væntanlega íbúðabyggð. Kom fram að gætt verði að sú framkvæmd verði „snyrtileg“ og frágangur á svæðinu verði til fyrirmyndar.

Tímaramminn á uppbyggingunni við Sementsreitinn er mældur í áratug í það minnsta og jafnvel tveimur áratugum

Tímaramminn á uppbyggingunni við Sementsreitinn er mældur í áratug í það minnsta og jafnvel tveimur áratugum. Byrjað verður að byggja á þeim svæðum sem eru nú þegar tilbúinn, við Mánabraut og Suðurgötu. Gert er ráð fyrir hótelbyggingu á við Sementsbryggjuna á uppfyllingu Langasandsmeginn við bryggjuna. Sementsgeymslutankarnir fjórir gegna áfram sínu hlutverki þar til að leigusamningur við SR um notkun þeirra rennur út árið 2028.

Eins og áður segir komu margar fyrirspurnir um Sementsreitinn fram á fundinum. Gamlir Skagamenn sem ólust upp við ósnortinn Langasand fyrir daga Sementsverkssmiðjunnar lögðu fram áhugaverðar tillögur. Þar bar hæst að nýta tækifærið og endurheimta „gömlu bæjarmyndina“ og þar lagt til að Langisandur næði að nýju alla leið inn að klettunum við „Ívarshúsin“. Margir fundargestir klöppuðu mjög hátt þegar þessar hugmyndir voru lagðar fram.

ljosmynd-ask

 Mátti lesa í orð bæjarfulltrúa að þeirra hugur væri að fjarlægja strompinn

Nokkur umræða var um framtíð Sementsstrompsins. Mátti lesa í orð bæjarfulltrúa að þeirra hugur væri að fjarlægja strompinn. Hann væri mikið skemmdur og mikla fjármuni þyrfti til að halda honum við til framtíðar. Fyrrum starfsmenn úr SR sögðu á fundinum að nýta ætti tækifærið og fjarlægja strompinn þar sem að hann gæti hrunið nánast hvenær sem er.

Ef þið hittið Þórólf Ævar Sigurðsson á Bjargi á gangi á Faxabrautinni eða Suðurgötu. Látið hann endilega vita af þessum möguleika. Þið rífið bara heyrnatólin úr eyrunum á honum – enda er ekkert nýtt að frétta í Útvarpi Sögu.

Snúum okkur aftur að skipulaginu: Gert ráð fyrir að fyrirhuguð landfylling austan Sementsbryggju verði minnkuð talsvert. Landfylling meðfram Faxabraut er stækkuð með öflugum sjóvarnargarði en ofan á honum verður göngustígur, stofnstígur. Nánari upplýsingar um Sementsreitinn má nálgast hér.

 

Þið rífið bara heyrnatólinn úr eyrunum á honum – enda er ekkert nýtt að frétta í Útvarpi Sögu.

Það er ljóst að mikil vinna hefur verið lögð í tillögurnar sem lagðar voru fram í gær. 600-900 íbúðir gætu bæst við á Akranesi á næstu árum og gríðarlega spennandi tækifæri og möguleikar opnast í ört vaxandi samfélagi.

Ég vil þakka þeim sem stóðu að fundinum fyrir upplýsingarnar sem lagðar voru fram. Vel gert.

 

 

Sigurður Elvar Þórólfsson.

Sigurður Elvar Þórólfsson.
Sigurður Elvar Þórólfsson.

 

 


 

GALITO_konudags_2017_1018x360