Guðrún Karitas: „Þetta er mikil lífsreynsla og fjarveran frá fjölskyldunni tekur á“

Elísa Svala Elvarsdóttir skrifar:

„Ég er í námi í háskóla sem er í Tampa á Flórída. Þetta er stór skóli og það sem heillaði mig við skólann var aðstaðan sem er til fyrirmyndar,“ segir knattspyrnukonan Guðrún Karitas Sigurðardóttir við skagafrettir.is. Það er óhætt að segja að University of South Florida sé fjölmennur því þar eru 43.000 nemendur og eru það sex sinnum fleir en íbúar á öllu Akranesi.

Guðrún Karitas er 21 árs Skagamaður og lék um árabil með ÍA en mun leika með KR á þessu sumri í Pepsi-deild kvenna.

Við hér á skagafrettir.is erum forvitinn að vita hvernig lífinu er háttað í svona stórum skóla.

„Ég bý á heimavistinni eða „campus“ en á næstu þremur árum verð í íbúð rétt fyrir utan skólasvæðið. Ég er bara 5 mínútur að koma mér í skólann og á æfingasvæðið. Aðstaðan er frábær hérna, við erum með æfingaklefa, gervigras, æfingasvæði, keppnisvöll, þreksal og sjúkraþjálfun allt á sama stað sem er stór kostur. Við erum með gott fagfólk í kringum okkur, fimm þjálfarar og sex þrekþjálfara. Einnig höfum við sjúkraþjálfara sem kemur á hverja æfingu og er alltaf klár ef eitthvað gerist. Við höfum beint aðgengi að læknum, sálfræðingum og fleiri sérfræðingum ef þörf er á,“ segir Guðrún Karitas en hún segir að fyrsta skólaönnin hafi gengið vel.

Það er óhætt að segja að University of South Florida sé fjölmennur því þar eru 43.000 nemendur og eru það sex sinnum fleir en íbúar á öllu Akranesi.

„Fyrsti mánuðurinn var aðeins erfiðarari en hinir þar sem ég var að venjast skólakerfinu og töluverð heimþrá var einnig að trufla mig. Keppnistímabilið er á haustönninni og var því mikið um ferðalög oftast 2-3 daga í senn. Ég missti t.a.m. af tveimur vikum í skólanum þegar við vorum á ferðalagi að keppa í riðlakeppninni. En með góðu skipulagi hefst þetta.
“


Hvað kom þér mest á óvart og hvað var erfiðast við að flytja út fara í skólann?


„Það sem kom mér mest á óvart er menningin hér í Flórída / Bandaríkjunum. Það verður að segjast að þeir eru svolítið ólíkir okkur íslendingum. Einnig kom mér mataræðið mikið á óvart en mataskammtarnir hér eru mun stærri og neysla á skyndibitamat mikil. Ég þurfti að venjast því og velja þá staði sem bjóða upp á hollt fæði. Ég borða t.a.m. á hverjum degi á „Champs“ sem er staður fyrir íþróttafólk og er staðsettur við hliðina á æfingasvæðinu. Þar er boðið upp á hollan og góðan mat. Það erfiðasta við að flytja út er fjarveran frá fjölskyldu og vinum. Það tók á fyrstu önnina en er þó aðeins auðveldara núna.“

 

Frá Tampa, Guðrún Karitas Sigurðardóttir.
Frá Tampa, Guðrún Karitas Sigurðardóttir.

 

Háskólanám í USA og fótbolti, mælir þú með þessari leið? Og afhverju þá?

„Já ég mæli algjörlega með þessu. Þetta er mikil lífsreynsla og fær mann til stíga út fyrir þægindarammann. Það að flytja ein út til Bandaríkjanna og kynnast nýrri menningu getur verið erfitt. Ég tel að það styrki mann  sem einstakling og geri mann víðsýnni. Ég mæli með að fólk láti slag standa og prófi þetta því það er alltaf hægt að fara heim. Betra að prófa en að sleppa því og vera síðan með eftirsjá.“

Þú samdir við KR nýverið – var ekkert erfitt að velja “erkifjendur” ÍA?

„Það kom alveg til greina að spila á Skaganum sem er frábært lið og með nýjan og metnaðarfullan þjálfara. Fyrir mig og mín markmið þá taldi ég nauðsynlegt að spila í Pepsídeildinni.·

 

Guðrún Karitas Sigurðardóttir.
Guðrún Karitas Sigurðardóttir.

 

Afhverju valdir þú KR? Hvað var það sem heillaði þig við félagið?

„Það sem heillaði mig við KR er metnaðurinn sem settur er í kvennaboltann í ár.  Félagið er að gera þar góði hluti í kvennaboltanum og ákveðið í að gera betur en á síðustu leiktíð. Ég er mjög spennt að taka þátt í þessu verkefni með þeim og vera partur af þessu liði.

Hver er ástæðan fyrir því að þú æfir fótbolta? 


„Að eiga föður sem spilaði í atvinnumennsku og með landsliðinu hafði eflaust sín áhrif á að ég valdi fótboltann á sínum tíma. Það var mikið talað um og horft á fótbolta á heimilinu og byrjaði ég mjög ung að leika mér með bolta. Einnig fór ég mikið með föður mínum á æfingar þar sem hann var að þjálfa og var því mikið í kringum fótbolta alla daga,“ segir Guðrún Karitas en faðir hennar er Sigurður Jónsson fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu.

GALITO_konudags_2017_1018x360

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?


„Ég vakna kl. 07:00 og fer á „Champs“ þar sem ég fæ mér morgunmat. Fer í tvo tíma mili kl. 08:00-10:20, síðan er fótbolti og lyftingaræfing kl. 11:00-14:00. Ég fæ mér hádegismat á „Champs“ og reyni að klára heimavinnuna. Síðan um kl.16:00-17:00 fer ég á aukaæfingu með Andreu, leikmanni hjá Breiðablik sem er hér einnig í námi. Eftir æfingu fer ég oftast í heita pottinn og svo að fá mér kvöldmat. Dagarnir hjá mér eru oftast mjög langir og mikið um að vera.“  

Hversu oft í viku æfir þú?


„Ég æfi fimm sinnum í viku þrjá klukkutíma á dag og síðan bætast við aukaæfingar sem eru klukkutíma langar, fjóru sinnum í viku.“

Hvað er skemmtilegast við fótboltann?

„Tilfinningin að vinna leik og félagsskapurinn.“

Framtíðardraumarnir í fótboltanum? 


„Að spila með A-landsliðinu.“

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan fótbolta? 


„Mér þykir ótrúlega gaman að syngja en vinkonur mínar eru orðnar vel þreyttar á að hlusta á mig þar sem ég kann aldrei textann.“

Ertu hjátrúarfull? Ef svo er hvernig?

„Já og nei, á leikdegi tek reyni ég oftast að taka 30-40 mín „lögn“ og fara yfir þau atriði sem ég vil ná í leik.  

Uppáhaldslið í fótboltanum fyrir utan ÍA/KR.


„Stjarnan, samansafn af meisturum.“

Staðreyndir:

Nafn: Guðrún Karítas Sigurðardóttir

Aldur: 21 árs.

Besti maturinn: Indverskur matur, chicken korma og nan brauð.

Besti drykkurinn: Vatn.

Besta lagið/tónlistin. Say You Won’t Let Go með James Arthur er í miklu uppáhaldi.

Á hvað ertu að horfa þessa dagana? (sjónvarpsþættir): Bachelor eru vinsælir þættir hérna í Bandaríkjunum og horfi ég á þá á hverjum mánudegi með herbergisfélögunum. 


Ættartréð:
Foreldrar Guðrúnar eru Kolbrún Sandra Hreinsdóttir og Sigurður Jónsson, sem eru bæði fædd á Akranesi. Guðrún á þrjá bræður Sigurmon Hartmann Sigurðsson, Hrein Bergmann Sigurðsson, og Ármann Marvin Sigurðsson en þeir tveir síðastnefndu eru synir Kolbrúnar Söndru og Sigurðar Ármanssonar.

Screen Shot 2017-02-19 at 4.57.53 PM Screen Shot 2017-02-19 at 4.58.03 PM

Screen Shot 2017-02-19 at 4.58.29 PM