Það stendur mikið til á Gamla Kaupfélaginu laugardaginn 4. mars n.k. Þá verður galakvöld í hjóna/paraklúbb +50 sem hefur verið endurvakinn á Akranesi.
Á fésbókarsíðu hópsins kemur fram að þriggja rétta matseðill kvöldsins verður einkar glæsilegur og er um að gera að hafa samband til þess að tryggja sér miða sem eru í takmörkuðu upplagi. Skagamaðurinn og leikarinn Jakob Þór Einarsson verður veislustjóri.
Skemmtinefnd klúbbsins hefur sett saman glæsilegan matseðil, boðið verður upp á skemmtiatriði, happdrætti og kvöldinu lýkur með dansleik þar sem að hljómsveitin Bland verður í aðalhlutverki og leikur undir dansi.
Í skemmtinefndinni eru Bryndís Jónsdóttir, Ellen Blumenstein, Erna Haraldsdóttir, Bryndís Guðjónsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Ingibjörg Björnsdóttir. Ef eitthvað er óljóst þá er um að gera að hafa samband við þær stöllur.
Matseðill Galakvöldsins er þannig:
Fordrykkur að hætti hússins:
Forréttur: Bláberja grafinn ærvöðvi m.sultuðum rauðlauk og bláberja vinagrette.
Aðalréttur: Hægelduð andarbringa m/hasselbach kartöflu, ristuðu rótargrænmeti og rauðvínssósu.
Eftirréttur: Súkkulaðimús með þeyttum rjóma og ferskum berjum.
Skemmtiatriði og happdrætti.
Verð: 11.900 á mann.
Samkvæmisklæðnaður.
Þeir sem hafa áhuga á að mæta á þetta glæsilega kvöld geta haft samband í gegnum fésbókarsíðu viðburðarins: