Stórviðburður hjá Vitanum í Tónbergi

Vitinn, áhugaljósmyndafélag Akraness, býður til veislu á fimmtudaginn þar sem hinn þekkti ljósmyndasérfræðingur Mike Browne verður með fyrirlestur í Tónbergi. Þar mun hinn bráðskemmtilegi Mike Browne halda fræðsluerindi sem ber nafnið „Cameras dont take pictures.“

Facebook síða viðburðarins:

Fyrirlesturinn hefst kl. 20.00 og eru allir hjartanlega velkomnir – og það besta er að þessi fyrirlestur er ókeypis.

Þórarinn Jónsson stjórnarmaður í Vitanum er drifkrafturinn að baki heimsókn Browne en Tóti eins og hann er kallaður starfar sem leiðsögumaður í ljósmyndatúrum hér á Íslandi.

Hér er facebook síða þar sem hægt að kynna sér betur hvað Þórarinn hefur afrekað á Thor Photography

Nánar um Mike Browne.