SkagaTV: Fótboltafrændurnir með nýjan smell

Hallur Flosason og Arnþór Ingi Kristinsson eru listamenn eins og sjá má í þessu myndbandi sem þeir settu í loftið á dögunum á vefsíðunni H-Magasín. Kristinn Gauti Gunnarsson sem er einnig Skagamaður sá um myndvinnsluna sem er glæsileg.

Fótboltafrændurnir frá Akranesi eru hæfileikaríkir og að þessu sinni henti Hallur sér á bak við píanóið og lagði gítarnum um stundarkorn. Lagið sem þeir syngja er Over And Over Again eftir Nathan Sykes.

Fyrir þá sem ekki vita hverra manna þeir frændur eru þá er Hallur sonur Flosa Einarssonar og Kötlu Hallsdóttur, og Arnþór Ingi er sonur Ernu Sigurðardóttur og Kristins Reimarssonar.

Hér er upprunalega útgáfan: