„Ég er vandræðalega ánægð með þessi Edduverðlaun! Takk fyrir góðar kveðjur elsku vinir,“ skrifar Sigrún Ósk Kristjánsdóttir á fésbókarsíðu sína. Sigrún Ósk fékk Edduverðlaunin í gær ásamt samstarfsfólki sínu fyrir þættina Leitin að upprunanum sem sýndir voru á Stöð 2.
Frétta- eða viðtalsþáttur ársins
Leitin að upprunanum fékk Edduverðlaunin sem besti frétta – eða viðtalsþáttur ársins 2016. Við hér á skagafrettir.is óskum Skagakonunni Sigrúnu Ósk til hamingju með viðurkenninguna.
Edduverðlaunin:
Kvikmynd ársins
Hjartasteinn – framleidd af Join Motion Pictures
Leikstjórn ársins
Guðmundur Arnar Guðmundsson fyrir Hjartastein
Handrit ársins
Guðmundur Arnar Guðmundsson fyrir Hjartastein
Leikari ársins í aðalhlutverki
Blær Hinriksson fyrir Hjartastein
Leikkona ársins í aðalhlutverki
Hera Hilmarsdóttir fyrir Eiðinn
Leikari ársins í aukahlutverki
Gísli Örn Garðarsson fyrir Eiðinn
Leikkona ársins í aukahlutverki
Nína Dögg Filippusdóttir fyrir Hjartastein
Heimildarmynd ársins
Jökullinn logar – framleidd af Purkur og Klipp Productions
Stuttmynd ársins
Ungar – framleidd af Askja Films
Sjónvarpsmaður ársins
Helgi Seljan í Kastljósi
Skemmtiþáttur ársins
Orðbragð – framleiddur af RÚV
Menningarþáttur ársins
Með okkar augum – framleiddur af Sagafilm
Frétta- eða viðtalsþáttur ársins
Leitin að upprunanum – framleiddur af Stöð 2
Barna- og unglingaefni ársins
Ævar vísindamaður – framleitt af RÚV
Lífsstílsþáttur ársins
Rætur – framleiddur af RÚV
Leikið sjónvarpsefni ársins
Ligeglad – framleitt af Filmus
Sjónvarpsefni ársins
Ófærð
Tónlist ársins
Hildur Guðnadóttir fyrir Eiðinn
Hljóð ársins
Huldar Freyr Arnarson fyrir Eiðinn
Leikmynd ársins
Hulda Helgadóttir fyrir Hjartastein
Búningar ársins
Helga Rós V. Hannam fyrir Hjartastein
Kvikmyndataka ársins
Sturla Brandth Grøvlen fyrir Hjartastein
Gervi ársins
Ragna Fossberg og Heimir Sverrisson fyrir Eiðinn
Klipping ársins
Anne Østerud og Janus Billeskov Jansen fyrir Hjartastein
Brellur ársins
Pétur Karlsson og Daði Einarsson fyrir Eiðinn
Heiðursverðlaun
Gunnar H. Baldursson