Sigurður Pétur er með eldvarnirnar á hreinu

Slökkvilið Akraness tekur ávallt vel á móti yngri kynslóðinni þegar slíkar heimsóknir eiga sér stað á slökkvistöðina. Nýverið fékk Sigurður Pétur Bjarkason, úr 3. bekk í Brekkubæjarskóla, viðurkenningu fyrir eldvarnargetraun sem Landssamband slökkviliðs – og sjúkraflutningamanna stendur fyrir árlega.

Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri afhenti Sigurði viðurkenningarskjal ásamt nauðsynlegum eldvarnarbúnaði fyrir heimili þann 23. febrúar s.l. Þetta kemur fram á vef Akraneskaupstaðar

Þriðji bekkur beggja grunnskólanna á Akranesi heimsótti slökkviliðsstöðina í desember síðastliðnum og fékk þar kynningu á starfsemi slökkviliðsins ásamt almennri kynningu á eldvörnum. Þessi liður er hluti af árlegu eldvarnarátaki landsambandsins sem var haldið í 22. skiptið á síðastliðnu ári.

mynd-3 mynd-4