Skagamenn hafa styrkt lið sitt fyrir keppnistímabilið í Pepsi-deild karla með því að semja við varnarmanninn Robert Menzel. Hinn 26 ára gamli Pólverji hefur leikið 70 leiki í efstu og næst efstu deild í heimalandinu. Hann lék síðast með Podbeskidzie Bielsko-Biala í efstu deild í Póllandi. Í fréttatilkynningu frá ÍA kemur fram að Menzel hefur verið hér á Akranesi í tvær vikur til reynslu.
„Mér líst vel á leikmanninn, þetta er öflugur hafstent, sem kemur með hæð inn í liðið og hann getur spilað boltanum. Þessi strákur kemur vel fyrir og ætti að henta okkar liði virkilega vel,” segir Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA um leikmanninn.
Þessi strákur kemur vel fyrir
og ætti að henta
okkar liði virkilega vel
Varnarlína ÍA varð fyrir áfalli s.l. haust þegar fyrirliðinn Ármann Smári Björnsson sleit hásin og er óvíst hvort eða hvenær Ármann verður klár í slaginn á ný.
Menzel er ætlað að fylla skarð Ármanns og Arnór Snær Guðmundsson leikmaður ÍA er við nám í Bandaríkjunum og kemur því seint inn í keppnistímabilið.
Menzel er stór og stæðilegur leikmaður og mun hann leika æfingaleik með ÍA á laugardaginn gegn HK í Akraneshöllinni. Leikurinn hefst kl. 11.00. Vonast er til þess að félagaskiptin verði klár þegar ÍA mætir ÍR laugardaginn 11. mars.